Lífið

Íslandsvinir stýra hátíð

Belle & Sebastian héldu frábæra tónleika á Íslandi árið 2006.
Fréttablaðið/ANton
Belle & Sebastian héldu frábæra tónleika á Íslandi árið 2006. Fréttablaðið/ANton

Meðlimir hljómsveitarinnar Belle & Sebastian munu stjórna tónlistarhátíðinni All Tomorrow‘s Parties í desember næstkomandi. Hátíðin stendur frá 10.-12. desember í Minehead á sunnanverðu Englandi. Meðlimir Belle & Sebastian munu velja um 40 hljómsveitir sem koma fram á hátíðinni.

Árið 1999 stjórnuðu krakkarnir í Belle & Sebastian hátíðinni Bowlie Weekender sem síðar varð að All Tomorrows Parties. Endurkoma þeirra nú er til að fagna tíu ára velheppnaðri hátíð.

Belle & Sebastian spilaði á Íslandi árið 2006 og sveitin hefur löngum notið vinsælda hér á landi. Ný plata sveitarinnar er í vinnslu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.