Rannsaka þarf sparisjóðina 24. apríl 2010 08:15 Ákvörðun um hvort fram fari sérstök rannsókn á falli hruni sparisjóða, sem ekki var fjallað um í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, er á hendi þingmannanefndar sem fjallar um skýrsluna. Fréttablaðið/GVA Rannsóknarnefnd Alþingis telur að íslenska sparisjóðakerfið verðskuldi sérstaka athugun en að það sé Alþingis að taka ákvörðun slíka rannsókn. Ríkið tók yfir rekstur Byrs og Sparisjóðs Keflavíkur í fyrrakvöld. „Þótt allar íslenskar fjármálastofnanir hafi orðið fyrir einhverjum skakkaföllum samhliða þeim áföllum sem gengu yfir fjármálamarkaði heimsins haustið 2008 eru vandamál sparisjóðakerfisins um margt sérstök,“ segir í skýrslunni. Vegna umfangs verkefnis nefndarinnar hafi ekki unnist tími til að taka þau vandamál til sérstakrar skoðunar. Atli Gíslason, formaður þingnefndar sem fjallar um skýrsluna, segir nefndina hafa heimild til að ákveða framhaldsrannsókn. Engar ákvarðanir hafi þó verið teknar. Að sögn Atla standa vonir til að niðurstöður liggi fyrir í september. Vilhjálmur Bjarnason, lektor og framkvæmdastjóri Félags fjárfesta, segir gefa auga leið að frekari rannsókna sé þörf. „Allir sparisjóðirnir eru í rúst. Eitthvað gerðist og auðvitað er ástæða til að rannsaka það,“ segir hann. Jón G. Tómasson, stjórnarformaður SPRON á árunum 1976 til 2004, segist ekki geta tjáð sig um hvort eitthvað kunni að hafa farið aflaga hjá sjóðunum eftir hans formannssetu. Um það hafi hann enga vitneskju. Jón segir ákvörðun Fjármálaeftirlitsins um að heimila frjálsa sölu stofnfjárbréfa árið 2002 hins vegar hafa verið „arfavitlausa“. Í framhaldinu gengu bréfin kaupum og sölum á margföldu nafnverði. „Eftir að Fjármálaeftirlitið úrskurðaði að það mætti selja þessi bréf og lagaákvæði sem verið höfðu í gildi í meira en hundrað ár stæðust ekki stjórnarskrá, þá var fótunum kippt undan kerfinu. Þar tel ég hafa verið upphafið að endalokum sparisjóðanna.“- sh, ókáVilhjálmur BjarnasonJón G. TómassonAtli Gíslason Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Sjá meira
Rannsóknarnefnd Alþingis telur að íslenska sparisjóðakerfið verðskuldi sérstaka athugun en að það sé Alþingis að taka ákvörðun slíka rannsókn. Ríkið tók yfir rekstur Byrs og Sparisjóðs Keflavíkur í fyrrakvöld. „Þótt allar íslenskar fjármálastofnanir hafi orðið fyrir einhverjum skakkaföllum samhliða þeim áföllum sem gengu yfir fjármálamarkaði heimsins haustið 2008 eru vandamál sparisjóðakerfisins um margt sérstök,“ segir í skýrslunni. Vegna umfangs verkefnis nefndarinnar hafi ekki unnist tími til að taka þau vandamál til sérstakrar skoðunar. Atli Gíslason, formaður þingnefndar sem fjallar um skýrsluna, segir nefndina hafa heimild til að ákveða framhaldsrannsókn. Engar ákvarðanir hafi þó verið teknar. Að sögn Atla standa vonir til að niðurstöður liggi fyrir í september. Vilhjálmur Bjarnason, lektor og framkvæmdastjóri Félags fjárfesta, segir gefa auga leið að frekari rannsókna sé þörf. „Allir sparisjóðirnir eru í rúst. Eitthvað gerðist og auðvitað er ástæða til að rannsaka það,“ segir hann. Jón G. Tómasson, stjórnarformaður SPRON á árunum 1976 til 2004, segist ekki geta tjáð sig um hvort eitthvað kunni að hafa farið aflaga hjá sjóðunum eftir hans formannssetu. Um það hafi hann enga vitneskju. Jón segir ákvörðun Fjármálaeftirlitsins um að heimila frjálsa sölu stofnfjárbréfa árið 2002 hins vegar hafa verið „arfavitlausa“. Í framhaldinu gengu bréfin kaupum og sölum á margföldu nafnverði. „Eftir að Fjármálaeftirlitið úrskurðaði að það mætti selja þessi bréf og lagaákvæði sem verið höfðu í gildi í meira en hundrað ár stæðust ekki stjórnarskrá, þá var fótunum kippt undan kerfinu. Þar tel ég hafa verið upphafið að endalokum sparisjóðanna.“- sh, ókáVilhjálmur BjarnasonJón G. TómassonAtli Gíslason
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Sjá meira