Viðskipti, tækni og lög eiga heima í HR 22. maí 2010 04:45 Háskóli Íslands Tillaga félagsins er tilkomin vegna ákalls rektors um sparnaðarhugmyndir í ljósi kreppunnar. Rótin var ekki spurningin um hvernig háskólastarf í HÍ yrði styrkt. „Ef til verkaskiptingar kemur þá held ég að fjárhagslegar og faglegar forsendur mæli frekar með því að við tækjum að okkur þessi kjarnafög sem við erum með, viðskipti, tækni og lög," segir Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík. „Við erum tilbúin til að ræða hugmyndir, svo lengi sem þær eru á faglegum forsendum." Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær hefur Félag prófessora við ríkisháskóla lagt fram sparnaðartillögu við Kristínu Ingólfsdóttur, rektor Háskóla Íslands, um að skólinn geri stjórnvöldum tilboð um að taka við öllum nemendum Háskólans í Reykjavík. Félagið telur að með því sé unnt að spara 1,5 til tvo milljarða á háskólastiginu. Ari segir það skiljanlegt að á erfiðum tímum standi hagsmunasamtök vörð um sitt fólk. Lykilatriðið sé hins vegar að háskólafólk standi saman frekar en að beina spjótum sínum hvað að öðru. Fram undan sé uppbygging atvinnulífsins og vitað sé að háskólamenntað fólk og nýsköpun séu lykilþættir í slíkri uppbyggingu. Ari telur að tilkoma HR hafi valdið straumhvörfum í íslensku háskólasamfélagi. Það sjáist í öflugri rannsóknum og fjölda útskrifaðra. „Við útskrifum í dag tvo þriðju af tæknimenntuðu háskólafólki og helming viðskiptamenntaðra. Það er því ekki svo að við séum smávægileg viðbót við það sem HÍ er að gera heldur er HR stærsti tækni- og viðskiptaháskóli landsins." Því hefur verið fleygt að sjö háskólar fyrir rúmlega 300 þúsund manna þjóð sé full vel í lagt. Hættan sé sú, gangi niðurskurðarhugmyndir til háskólanna eftir, að Íslendingar standi uppi með sjö veika háskóla. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra segir að ekki verði horft á málið eingöngu út frá stofnunum, þó að horfa megi til þess að einfalda það kerfi. „En ég vil horfa á þetta frá fræðasviðunum og hvernig við stöndum best vörð um kennslu og rannsóknir með takmörkuðu fjármagni. Við þurfum að tala við hvern og einn skóla sem þurfa eflaust að draga úr á einhverjum sviðum." Katrín segir að það sé réttmæt gagnrýni að það sé óskynsamlegt að kenna einstakar greinar fræða á mörgum stöðum. Hún vill hins vegar ekki kveða úr um hvort háskólum verði fækkað. „En það kann vel að vera að við eigum eftir að sjá einföldun í kerfinu. En það er ekki hægt að henda einhverjum einum út og öðrum ekki." svavar@frettabladid.is Katrín Jakobsdóttir Ari Kristinn Jónsson Háskólinn í reykjavík Fréttir Innlent Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira
„Ef til verkaskiptingar kemur þá held ég að fjárhagslegar og faglegar forsendur mæli frekar með því að við tækjum að okkur þessi kjarnafög sem við erum með, viðskipti, tækni og lög," segir Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík. „Við erum tilbúin til að ræða hugmyndir, svo lengi sem þær eru á faglegum forsendum." Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær hefur Félag prófessora við ríkisháskóla lagt fram sparnaðartillögu við Kristínu Ingólfsdóttur, rektor Háskóla Íslands, um að skólinn geri stjórnvöldum tilboð um að taka við öllum nemendum Háskólans í Reykjavík. Félagið telur að með því sé unnt að spara 1,5 til tvo milljarða á háskólastiginu. Ari segir það skiljanlegt að á erfiðum tímum standi hagsmunasamtök vörð um sitt fólk. Lykilatriðið sé hins vegar að háskólafólk standi saman frekar en að beina spjótum sínum hvað að öðru. Fram undan sé uppbygging atvinnulífsins og vitað sé að háskólamenntað fólk og nýsköpun séu lykilþættir í slíkri uppbyggingu. Ari telur að tilkoma HR hafi valdið straumhvörfum í íslensku háskólasamfélagi. Það sjáist í öflugri rannsóknum og fjölda útskrifaðra. „Við útskrifum í dag tvo þriðju af tæknimenntuðu háskólafólki og helming viðskiptamenntaðra. Það er því ekki svo að við séum smávægileg viðbót við það sem HÍ er að gera heldur er HR stærsti tækni- og viðskiptaháskóli landsins." Því hefur verið fleygt að sjö háskólar fyrir rúmlega 300 þúsund manna þjóð sé full vel í lagt. Hættan sé sú, gangi niðurskurðarhugmyndir til háskólanna eftir, að Íslendingar standi uppi með sjö veika háskóla. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra segir að ekki verði horft á málið eingöngu út frá stofnunum, þó að horfa megi til þess að einfalda það kerfi. „En ég vil horfa á þetta frá fræðasviðunum og hvernig við stöndum best vörð um kennslu og rannsóknir með takmörkuðu fjármagni. Við þurfum að tala við hvern og einn skóla sem þurfa eflaust að draga úr á einhverjum sviðum." Katrín segir að það sé réttmæt gagnrýni að það sé óskynsamlegt að kenna einstakar greinar fræða á mörgum stöðum. Hún vill hins vegar ekki kveða úr um hvort háskólum verði fækkað. „En það kann vel að vera að við eigum eftir að sjá einföldun í kerfinu. En það er ekki hægt að henda einhverjum einum út og öðrum ekki." svavar@frettabladid.is Katrín Jakobsdóttir Ari Kristinn Jónsson Háskólinn í reykjavík
Fréttir Innlent Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira