Pekanbaka með búrbonrjóma 18. september 2010 16:55 Pekanbaka með búrbonrjóma. Myndir/Anton Brink Nanna Rögnvaldsdóttir matgæðingur eldaði fyrir okkur dýrindis pekanböku með búrbonrjóma.Pekanbaka1 skammtur bökudeig, heimatilbúið eða keypt90 g smjör, bráðið100 g púðursykur75 g ljóst síróp2 egg200 g pekanhnetur Hitaðu ofninn í 180°C. Flettu deigið fremur þunnt út, leggðu það yfir meðalstórt bökuform og þrýstu því niður og upp með brúnum. Snyrtu kantana. Leggðu bökunarpappír yfir deigið og láttu hann standa vel út fyrir. Settu eitthvert farg í formið, og bakaðu deigskelina í um 10 mínútur. Bræddu á meðan smjörið og hrærðu púðursykri, sírópi og eggjum saman við. Taktu bökuskelina út, fjarlægðu pappírinn og fargið, dreifðu hnetunum í skelina og helltu sírópsblöndunni yfir. Lækkaðu hitann í 160°C og bakaðu bökuna í 20-25 mínútur, eða þar til fyllingin er farin að stífna. Berðu hana fram með þeyttum rjóma, e.t.v. bragðbættum, eða vanilluís. Nanna Rögnvaldsdóttir er einn þekktasti matarsérfræðingur landsins. Búrbonrjómi 250 ml rjómi 2 msk. púðursykur 1 tsk. búrbonviskí, eða ½ tsk. vanilluessens eða annað bragðefni Léttþeyttu rjómann, bættu púðursykri og viskíi út í og þeyttu áfram þar til rjóminn er stífþeyttur. Kökur og tertur Uppskriftir Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira
Nanna Rögnvaldsdóttir matgæðingur eldaði fyrir okkur dýrindis pekanböku með búrbonrjóma.Pekanbaka1 skammtur bökudeig, heimatilbúið eða keypt90 g smjör, bráðið100 g púðursykur75 g ljóst síróp2 egg200 g pekanhnetur Hitaðu ofninn í 180°C. Flettu deigið fremur þunnt út, leggðu það yfir meðalstórt bökuform og þrýstu því niður og upp með brúnum. Snyrtu kantana. Leggðu bökunarpappír yfir deigið og láttu hann standa vel út fyrir. Settu eitthvert farg í formið, og bakaðu deigskelina í um 10 mínútur. Bræddu á meðan smjörið og hrærðu púðursykri, sírópi og eggjum saman við. Taktu bökuskelina út, fjarlægðu pappírinn og fargið, dreifðu hnetunum í skelina og helltu sírópsblöndunni yfir. Lækkaðu hitann í 160°C og bakaðu bökuna í 20-25 mínútur, eða þar til fyllingin er farin að stífna. Berðu hana fram með þeyttum rjóma, e.t.v. bragðbættum, eða vanilluís. Nanna Rögnvaldsdóttir er einn þekktasti matarsérfræðingur landsins. Búrbonrjómi 250 ml rjómi 2 msk. púðursykur 1 tsk. búrbonviskí, eða ½ tsk. vanilluessens eða annað bragðefni Léttþeyttu rjómann, bættu púðursykri og viskíi út í og þeyttu áfram þar til rjóminn er stífþeyttur.
Kökur og tertur Uppskriftir Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira