Körfubolti

Amaechi ekki hleypt inn á hommabar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Amaechi reynir hér að skora fram hjá Patrick Ewing.
Amaechi reynir hér að skora fram hjá Patrick Ewing.

Körfuboltamaðurinn John Amaechi, sem lék í NBA-deildinni, varð heimsfrægur er hann kom út úr skápnum árið 2007 og lýsti því hvernig það væri að vera hommi í NBA-deildinni.

Fram að því var hann lítt þekktur enda varaskeifa allan sinn feril og fáir vissu hver hann var.

Miklar umræður sköpuðust um málið í kjölfarið og þung orð féllu. Þá sérstaklega hjá Tom Hardaway sem sagðist hata homma.

Amaechi er aftur kominn í blöðin eftir að hommabar í Manchester neitaði að hleypa honum inn. Eftir því sem Amaechi segir þá var honum neitað inngöngu á barinn á þeim forsendum að hann væri stór, svartur og líklegur til vandræða.

Amaechi hefur kært uppákomuna og krefst þess að fá afsökunarbeiðni frá staðnum. Hún er ekki á leiðinni þar sem eigandi barsins segir ásakanirnar glórulausar.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×