Regluverðir kallaðir á teppið ef þeir vildu gaumgæfa mál Karen Kjartansdóttir skrifar 13. apríl 2010 19:37 Fjármálaráðuneytið hunsaði kvartanir regluvarða sem störfuðu innan bankanna. Þeir voru kallaðir á teppið ef þeir vildu gaumgæfa mál. Regluverðir sem fréttastofa ræddi við í dag vildu ekki til að ræða störf sín innan bankanna en sögðu skýrslu rannsóknarefndarinnar draga upp rétta mynd af upplifun sinni. Ísland bjó við lágmarks regluverk EES og setti engar reglur sem tóku tillit til smæðar samfélagsins. Ofurtrú var á eftirlitsleysi í bankakerfi og stjórnsýslu að mati siðfræðinefndar rannsóknarnefndar Alþingis. Þetta kemur til að mynda fram í framkomu við regluverði innan bankanna en þeir hafa það hlutverk að gæta þess að farið sé að gildandi lögum og góðra starfshátta gætt. „Þetta var eins og að róa árabát á móti olíuskipi, því maður var svo einn og óstuddur og í rauninni var öll bankamenningin eins og andóf gegn því að stunda eðlilega viðskiptahætti," segir Vilhjálmur Árnason prófessor í heimspeki og einn af höfundum siðfræðikafla rannsóknarskýrslunnar. Samlíkingin kemur frá einum af regluvörðunum sem vitnað er til í skýrslunni. Sá regluvörður greinir auk þess frá því að hann var kallaður á teppið fyrir óhlýðni þegar hann vildi fá tíma til að gaumgæfa mál. Annar segist hafa kvartað til Fjármálaeftilitsins vegna þess vinnulags sem regluverðir áttu að viðhafa. Fjármálaeftirlitið hafi hins vegar ekki brugðist við þeirri kvörtun. Þá lýsir enn annar því þannig að gantast sem starfið, eða eins og hann segir: „Það var svona djókað með þetta að sá sem væri síðastur í vinnuna fengi regluvörslutitilinn." „Í rauninni var boðskapurinn sá að það ætti frekar að treysta á sjálfseftirlit manna innan bankanna sem var í rauninni mjög óraunhæf hugmynd þar sem hér var svo lítt þroskuð bankamenning. Og mér finnst töluvert ótrúlegt að sjá þegar fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins segir að þeir hafi einfaldlega treyst því að þarna væru heiðarlegir menn. Þeir hefðu haft svo mikilla hagsmuna sjálfir að gæta að ástunda heiðarlega og eðlilega viðskiptahætti en sú reyndist nú sannarlega ekki raunin," segir Vilhjálmur. Allir kvörtuðu regluverðirnir undan því við nefndina að þá hafi skort upplýsingar. Þannig hafi sumt sem komið hafi fram í kjölfar bankahrunsins hafi komið þeim verulega á óvart, ekki síst lánveitingar bankanna til hlutabréfakaupa starfsmanna í bönkunum. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Fjármálaráðuneytið hunsaði kvartanir regluvarða sem störfuðu innan bankanna. Þeir voru kallaðir á teppið ef þeir vildu gaumgæfa mál. Regluverðir sem fréttastofa ræddi við í dag vildu ekki til að ræða störf sín innan bankanna en sögðu skýrslu rannsóknarefndarinnar draga upp rétta mynd af upplifun sinni. Ísland bjó við lágmarks regluverk EES og setti engar reglur sem tóku tillit til smæðar samfélagsins. Ofurtrú var á eftirlitsleysi í bankakerfi og stjórnsýslu að mati siðfræðinefndar rannsóknarnefndar Alþingis. Þetta kemur til að mynda fram í framkomu við regluverði innan bankanna en þeir hafa það hlutverk að gæta þess að farið sé að gildandi lögum og góðra starfshátta gætt. „Þetta var eins og að róa árabát á móti olíuskipi, því maður var svo einn og óstuddur og í rauninni var öll bankamenningin eins og andóf gegn því að stunda eðlilega viðskiptahætti," segir Vilhjálmur Árnason prófessor í heimspeki og einn af höfundum siðfræðikafla rannsóknarskýrslunnar. Samlíkingin kemur frá einum af regluvörðunum sem vitnað er til í skýrslunni. Sá regluvörður greinir auk þess frá því að hann var kallaður á teppið fyrir óhlýðni þegar hann vildi fá tíma til að gaumgæfa mál. Annar segist hafa kvartað til Fjármálaeftilitsins vegna þess vinnulags sem regluverðir áttu að viðhafa. Fjármálaeftirlitið hafi hins vegar ekki brugðist við þeirri kvörtun. Þá lýsir enn annar því þannig að gantast sem starfið, eða eins og hann segir: „Það var svona djókað með þetta að sá sem væri síðastur í vinnuna fengi regluvörslutitilinn." „Í rauninni var boðskapurinn sá að það ætti frekar að treysta á sjálfseftirlit manna innan bankanna sem var í rauninni mjög óraunhæf hugmynd þar sem hér var svo lítt þroskuð bankamenning. Og mér finnst töluvert ótrúlegt að sjá þegar fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins segir að þeir hafi einfaldlega treyst því að þarna væru heiðarlegir menn. Þeir hefðu haft svo mikilla hagsmuna sjálfir að gæta að ástunda heiðarlega og eðlilega viðskiptahætti en sú reyndist nú sannarlega ekki raunin," segir Vilhjálmur. Allir kvörtuðu regluverðirnir undan því við nefndina að þá hafi skort upplýsingar. Þannig hafi sumt sem komið hafi fram í kjölfar bankahrunsins hafi komið þeim verulega á óvart, ekki síst lánveitingar bankanna til hlutabréfakaupa starfsmanna í bönkunum.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira