NBA: Cleveland marði Bucks og Lakers tapaði sínum öðrum leik í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. apríl 2010 09:00 Það sloknaði á Kobe Bryant í seinni hálfleik í nótt. Mynd/AP Cleveland Cavaliers steig í nótt stórt skref í átt að því að vera með besta árangurinn í deildarkeppni NBA-deildarinnar í körfubolta og þar með heimavallarrétt út úrslitakeppnina. Cleveland vann 101-98 sigur á Milwaukee Bucks á sama tíma og Los Angeles Lakers tapaði sínum öðrum leik í röð. Mo Williams skoraði úr fjórum vítaskotum á síðustu 12,8 sekúndunum og tryggði með þvi Cleveland Cavaliers 101-98 sigur á Milwaukee Bucks. LeBron James var með 23 stig en Williams skoraði 21 stig. John Salmons var með 28 stig hjá Bucks sem fékk aðeins 9 víti í leiknum á móti 45 hjá Cleveland. Joe Johnson var með 25 stig þegar Atlanta Hawks vann 109-92 sigur á Los Angeles Lakers sem tapaði þarna sínum öðrum leik í röð. Kobe Bryant skoraði 28 stig en aðeins 8 þeirra komu í seinni hálfleiknum. Lakers-liðið vann aðeins 2 af 5 leikjum í þessari útileikjaferð sinni. Kevin Durant skoraði 37 stig og Jeff Green setti niður tvo stóra þrista á síðustu tveimur mínútunum þegar Oklahoma City Thunder vann 109-104 sigur á Boston Celtics í Boston. Atlanta Hawks fór þar með upp fyrir Boston í baráttunni um þriðja sætið í Austurdeildinni en Kevin Garnett og Rasheed Wallace voru stigahæstir hjá Boston með 18 stig hvor. Steve Nash var með 24 stig og 14 stoðsendingar þegar Phoenix Suns vann sinn níunda leik í röð með því að leggja New Jersey Nets 116-105. Dwyane Wade skoraði aðeins 10 stig en það kom þó ekki að sök þegar Miami Heat vann 98-81 sigur á Detroit Pistons en þetta var sjötti sigur liðsins í röð. Michael Beasley skoraði 28 stig fyrir Miami en Rodney Stuckey var með 18 stig fyrir Detroit sem tapaði sínum níunda leik í röð. Jason Terry skoraði 29 stig fyrir Dallas Mavericks semvann 106-102 sigur á Memphis Grizzlies í framlengdum leik. Dirk Nowitzkivar með 28 stig hjá Dallas, Jason Kidd bætti við 12 stigum, 10 fráköstum og 7 stoðsendingum og Caron Butler var með 11 stig og 13 fráköst.O.J. Mayo skoraði 27 stig fyrir Memphis. George Hill skoraði 30 stig þegar San Antonio Spurs vann 119-102 sigur á Houston Rockets. Manu Ginobili var með 18 stig og 10 stoðsendingar og Tim Duncan bætti við 17 stigum og 10 fráköstum. Deron Williams gaf 19 stoðsendingar og Carlos Boozer var með 25 stig og 13 fráköst þegar Utah Jazz vann 128-104 sigur á Golden State Warriors. Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt: Atlanta Hawks-Los Angeles Lakers 109-92 Charlotte Bobcats-Philadelphia 76ers 103-84 Cleveland Cavaliers-Milwaukee Bucks 101-98 Toronto Raptors-Los Angeles Clippers 114-92 Boston Celtics-Oklahoma City Thunder 104-109 Detroit Pistons-Miami Heat 81-98 New Jersey Nets-Phoenix Suns 105-116 Memphis Grizzlies-Dallas Mavericks 102-106 (framlengt) Minnesota Timberwolves-Sacramento Kings 108-99 New Orleans Hornets-Washington Wizards 91-96 San Antonio Spurs-Houston Rockets 119-102 Portland Trail Blazers-New York Knicks 118-90 Utah Jazz-Golden State Warriors 128-104 NBA Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Handbolti Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Haukar | Síðast unnu Haukar með 35 stigum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Sjá meira
Cleveland Cavaliers steig í nótt stórt skref í átt að því að vera með besta árangurinn í deildarkeppni NBA-deildarinnar í körfubolta og þar með heimavallarrétt út úrslitakeppnina. Cleveland vann 101-98 sigur á Milwaukee Bucks á sama tíma og Los Angeles Lakers tapaði sínum öðrum leik í röð. Mo Williams skoraði úr fjórum vítaskotum á síðustu 12,8 sekúndunum og tryggði með þvi Cleveland Cavaliers 101-98 sigur á Milwaukee Bucks. LeBron James var með 23 stig en Williams skoraði 21 stig. John Salmons var með 28 stig hjá Bucks sem fékk aðeins 9 víti í leiknum á móti 45 hjá Cleveland. Joe Johnson var með 25 stig þegar Atlanta Hawks vann 109-92 sigur á Los Angeles Lakers sem tapaði þarna sínum öðrum leik í röð. Kobe Bryant skoraði 28 stig en aðeins 8 þeirra komu í seinni hálfleiknum. Lakers-liðið vann aðeins 2 af 5 leikjum í þessari útileikjaferð sinni. Kevin Durant skoraði 37 stig og Jeff Green setti niður tvo stóra þrista á síðustu tveimur mínútunum þegar Oklahoma City Thunder vann 109-104 sigur á Boston Celtics í Boston. Atlanta Hawks fór þar með upp fyrir Boston í baráttunni um þriðja sætið í Austurdeildinni en Kevin Garnett og Rasheed Wallace voru stigahæstir hjá Boston með 18 stig hvor. Steve Nash var með 24 stig og 14 stoðsendingar þegar Phoenix Suns vann sinn níunda leik í röð með því að leggja New Jersey Nets 116-105. Dwyane Wade skoraði aðeins 10 stig en það kom þó ekki að sök þegar Miami Heat vann 98-81 sigur á Detroit Pistons en þetta var sjötti sigur liðsins í röð. Michael Beasley skoraði 28 stig fyrir Miami en Rodney Stuckey var með 18 stig fyrir Detroit sem tapaði sínum níunda leik í röð. Jason Terry skoraði 29 stig fyrir Dallas Mavericks semvann 106-102 sigur á Memphis Grizzlies í framlengdum leik. Dirk Nowitzkivar með 28 stig hjá Dallas, Jason Kidd bætti við 12 stigum, 10 fráköstum og 7 stoðsendingum og Caron Butler var með 11 stig og 13 fráköst.O.J. Mayo skoraði 27 stig fyrir Memphis. George Hill skoraði 30 stig þegar San Antonio Spurs vann 119-102 sigur á Houston Rockets. Manu Ginobili var með 18 stig og 10 stoðsendingar og Tim Duncan bætti við 17 stigum og 10 fráköstum. Deron Williams gaf 19 stoðsendingar og Carlos Boozer var með 25 stig og 13 fráköst þegar Utah Jazz vann 128-104 sigur á Golden State Warriors. Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt: Atlanta Hawks-Los Angeles Lakers 109-92 Charlotte Bobcats-Philadelphia 76ers 103-84 Cleveland Cavaliers-Milwaukee Bucks 101-98 Toronto Raptors-Los Angeles Clippers 114-92 Boston Celtics-Oklahoma City Thunder 104-109 Detroit Pistons-Miami Heat 81-98 New Jersey Nets-Phoenix Suns 105-116 Memphis Grizzlies-Dallas Mavericks 102-106 (framlengt) Minnesota Timberwolves-Sacramento Kings 108-99 New Orleans Hornets-Washington Wizards 91-96 San Antonio Spurs-Houston Rockets 119-102 Portland Trail Blazers-New York Knicks 118-90 Utah Jazz-Golden State Warriors 128-104
NBA Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Handbolti Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Haukar | Síðast unnu Haukar með 35 stigum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Sjá meira