Stjórnvöld styrki stjórnsýslu 10. nóvember 2010 02:00 Framvinda Timo Summa, sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi, kynnti fyrstu framvinduskýrslu framkvæmdastjórnar sambandsins í gær.Fréttablaðið/Valli Fyrstu mánuðirnir af aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið hafa gengið vel, og ekkert óvænt komið upp, segir Timo Summa, sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi. Hann kynnti fyrstu framvinduskýrslu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um Ísland í gær. „Eins og áður hefur komið fram uppfyllir Ísland öll pólitísk skilyrði fyrir inngöngu í Evrópusambandið, en við hvetjum samt til þess að bætt verði úr ákveðnum atriðum og bendum einnig á jákvæða þróun sem orðið hefur í ákveðnum málaflokkum í skýrslunni,“ segir Summa í samtali við Fréttablaðið. Meðal þess sem bent er á í skýrslunni er að styrkja þurfi stjórnsýsluna, til dæmis hvað varðar opinber innkaup, eftirlit með fjármálageiranum, tollamál og fleira. Í skýrslu framkvæmdastjórnarinnar segir að margt af því sem fram komi í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um vankanta á íslenskri stjórnsýslu hafi þegar verið tekið til umfjöllunar hjá stjórnvöldum. Önnur atriði bíði. Summa segir að meðal þess jákvæða sem gerst hafi hér á landi frá hruninu sé breytt fyrirkomulag við skipan dómara. Þá hafi að nokkru leyti verið tekið á spillingu í kjölfar bankahrunsins. „Við fögnum þessum aðgerðum sem stjórnvöld hafa gripið til, en bendum jafnframt á að fylgjast verði með því að niðurstaðan verði sú sem stefnt var að með þessum breytingum. Þessu munum við fylgjast vel með í framtíðinni,“ segir Summa. „Ísland er sterkt lýðræðisríki með öflugar stofnanir, en það eru veikleikar sem við sáum í hruninu og hafa komið í ljós eftir hrunið. Við hvetjum til þess að áfram verði unnið að því að laga þá veikleika,“ segir Summa. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tekur undir með niðurstöðum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um efnahagsmálin hér á landi, segir Summa. Kreppunni sé ekki lokið, ástandið sé vissulega orðið stöðugra en hagvöxtur sé afar mikilvægur til að heimilin í landinu og lítil og meðalstór fyrirtæki nái jafnvægi. Ekki ætti að koma á óvart að lítið nýtt sé í þessari fyrstu árlegu framvinduskýrslu, segir Summa. Viðræðurnar hafi aðeins verið í gangi síðan aðildarumsókn Íslands var samþykkt í febrúar og rýnivinna sem varpi ljósi á það sem þurfi að laga í íslenskum lögum, ætli landið sér að ganga í ESB, sé ekki hafin. Rýnivinnan mun raunar hefjast í næstu viku, og standa fram á næsta sumar, eins og fjallað var um í Fréttablaðinu í gær. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Olivia Hussey er látin Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Fleiri fréttir Tillagan eðlileg og gagnrýnendur einungis frá höfuðborgarsvæðinu Þjóðarsorg í Suður-Kóreu og fimbulkuldi um allt land Öflug skjálftahrina við Reykjaneshrygg Borgarísjaki utan við Blönduós Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sjá meira
Fyrstu mánuðirnir af aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið hafa gengið vel, og ekkert óvænt komið upp, segir Timo Summa, sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi. Hann kynnti fyrstu framvinduskýrslu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um Ísland í gær. „Eins og áður hefur komið fram uppfyllir Ísland öll pólitísk skilyrði fyrir inngöngu í Evrópusambandið, en við hvetjum samt til þess að bætt verði úr ákveðnum atriðum og bendum einnig á jákvæða þróun sem orðið hefur í ákveðnum málaflokkum í skýrslunni,“ segir Summa í samtali við Fréttablaðið. Meðal þess sem bent er á í skýrslunni er að styrkja þurfi stjórnsýsluna, til dæmis hvað varðar opinber innkaup, eftirlit með fjármálageiranum, tollamál og fleira. Í skýrslu framkvæmdastjórnarinnar segir að margt af því sem fram komi í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um vankanta á íslenskri stjórnsýslu hafi þegar verið tekið til umfjöllunar hjá stjórnvöldum. Önnur atriði bíði. Summa segir að meðal þess jákvæða sem gerst hafi hér á landi frá hruninu sé breytt fyrirkomulag við skipan dómara. Þá hafi að nokkru leyti verið tekið á spillingu í kjölfar bankahrunsins. „Við fögnum þessum aðgerðum sem stjórnvöld hafa gripið til, en bendum jafnframt á að fylgjast verði með því að niðurstaðan verði sú sem stefnt var að með þessum breytingum. Þessu munum við fylgjast vel með í framtíðinni,“ segir Summa. „Ísland er sterkt lýðræðisríki með öflugar stofnanir, en það eru veikleikar sem við sáum í hruninu og hafa komið í ljós eftir hrunið. Við hvetjum til þess að áfram verði unnið að því að laga þá veikleika,“ segir Summa. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tekur undir með niðurstöðum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um efnahagsmálin hér á landi, segir Summa. Kreppunni sé ekki lokið, ástandið sé vissulega orðið stöðugra en hagvöxtur sé afar mikilvægur til að heimilin í landinu og lítil og meðalstór fyrirtæki nái jafnvægi. Ekki ætti að koma á óvart að lítið nýtt sé í þessari fyrstu árlegu framvinduskýrslu, segir Summa. Viðræðurnar hafi aðeins verið í gangi síðan aðildarumsókn Íslands var samþykkt í febrúar og rýnivinna sem varpi ljósi á það sem þurfi að laga í íslenskum lögum, ætli landið sér að ganga í ESB, sé ekki hafin. Rýnivinnan mun raunar hefjast í næstu viku, og standa fram á næsta sumar, eins og fjallað var um í Fréttablaðinu í gær. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Olivia Hussey er látin Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Fleiri fréttir Tillagan eðlileg og gagnrýnendur einungis frá höfuðborgarsvæðinu Þjóðarsorg í Suður-Kóreu og fimbulkuldi um allt land Öflug skjálftahrina við Reykjaneshrygg Borgarísjaki utan við Blönduós Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sjá meira