Fimm manna þjófagengi handtekið 25. ágúst 2010 06:15 mennirnir teknir Mennirnir voru handteknir í gærmorgun í íbúð í Árbæjarhverfinu. Hópur lögreglumanna á mörgum bílum gekk hratt til verks og gengu handtökurnar fljótt og vel fyrir sig. Hér er einn hinna grunuðu leiddur út í lögreglubíl. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók fimm karlmenn í Árbæjarhverfi í gærmorgun vegna rannsóknar á innbrotum í Árbæ og á Ártúnshöfða að undanförnu. Samkvæmt lýsingum sjónarvotta þusti hópur lögreglumanna inn í íbúð í hverfinu og leiddi hina grunuðu út í járnum. Mennirnir voru í haldi síðdegis í gær og stóðu yfirheyrslur þá enn yfir. Mennirnir eru íslenskir, á aldrinum frá tvítugu til þrítugs. Þeir hafa allir komið við sögu lögreglu áður. Árni Þór Sigmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir að þrjár húsleitir hafi verið gerðar í gær og þegar hafi tekist að tengja mennina við þrjú innbrot, en áfram sé unnið í málinu. „Við höfum þegar fundið sönnunargögn, sem eru hlutir úr þremur innbrotum. Um er að ræða tölvubúnað, skjái og myndvarpa.“ Árni segir að þýfið sé úr innbrotum í tvö fyrirtæki og skóla. Þjófarnir hafi greinilega verið á höttunum eftir auðseljanlegum hlutum. Spurður hversu mörgum innbrotum mennirnir séu grunaðir um að eiga aðild að segir Árni Þór að lögregla rannsaki nú öll óupplýst innbrot með hliðsjón af handtöku þeirra. „Við vitum ekki enn hvað þeir eiga aðild að mörgum þeirra.“ Árni Þór segir að innbrotum á svæðinu hafi fjölgað talsvert í ágúst miðað við mánuðina á undan. Fjöldi þjófnaðarbrota fari að hluta eftir því hverjir gangi lausir hverju sinni. Afkastamiklir menn geti valdið miklum usla á skömmum tíma og fjölgað innbrotum verulega. „En á svæðinu austan Elliðaáa hefur innbrotum fækkað á árinu, frá því sem var í fyrra, og við vonum að svo verði áfram. Lögreglan hvetur fólk til að ganga tryggilega frá húsum sínum og skilja ekki sýnileg verðmæti eftir í bílum.“ jss@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók fimm karlmenn í Árbæjarhverfi í gærmorgun vegna rannsóknar á innbrotum í Árbæ og á Ártúnshöfða að undanförnu. Samkvæmt lýsingum sjónarvotta þusti hópur lögreglumanna inn í íbúð í hverfinu og leiddi hina grunuðu út í járnum. Mennirnir voru í haldi síðdegis í gær og stóðu yfirheyrslur þá enn yfir. Mennirnir eru íslenskir, á aldrinum frá tvítugu til þrítugs. Þeir hafa allir komið við sögu lögreglu áður. Árni Þór Sigmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir að þrjár húsleitir hafi verið gerðar í gær og þegar hafi tekist að tengja mennina við þrjú innbrot, en áfram sé unnið í málinu. „Við höfum þegar fundið sönnunargögn, sem eru hlutir úr þremur innbrotum. Um er að ræða tölvubúnað, skjái og myndvarpa.“ Árni segir að þýfið sé úr innbrotum í tvö fyrirtæki og skóla. Þjófarnir hafi greinilega verið á höttunum eftir auðseljanlegum hlutum. Spurður hversu mörgum innbrotum mennirnir séu grunaðir um að eiga aðild að segir Árni Þór að lögregla rannsaki nú öll óupplýst innbrot með hliðsjón af handtöku þeirra. „Við vitum ekki enn hvað þeir eiga aðild að mörgum þeirra.“ Árni Þór segir að innbrotum á svæðinu hafi fjölgað talsvert í ágúst miðað við mánuðina á undan. Fjöldi þjófnaðarbrota fari að hluta eftir því hverjir gangi lausir hverju sinni. Afkastamiklir menn geti valdið miklum usla á skömmum tíma og fjölgað innbrotum verulega. „En á svæðinu austan Elliðaáa hefur innbrotum fækkað á árinu, frá því sem var í fyrra, og við vonum að svo verði áfram. Lögreglan hvetur fólk til að ganga tryggilega frá húsum sínum og skilja ekki sýnileg verðmæti eftir í bílum.“ jss@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Sjá meira