Körfubolti

James kominn á lista yfir óvinsælustu íþróttamennina

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Körfuboltastjarnan LeBron James á undir högg að sækja þessa dagana. Ímynd hans varð fyrir miklum skaða í sumar er hann yfirgaf Cleveland fyrir Miami og vinsældir hans sem íþróttamanns hafa hrunið.

Fyrirtækið Q Scores Co., sér um að mæla vinsældir íþróttamanna og þar sést svart á hvítu hversu vinsældir leikmannsins hafa dalað.

James er nú orðinn sjötti óvinsælasti íþróttamaður Bandaríkjanna en 39 prósent þjóðarinnar sjá hann í neikvæðu ljósi.

Er James lék með Cleveland sáu 24 prósent hann í jákvæðu ljósi en 22 prósent í neikvæðu.

"Jákvæða útkoman hjá James á þessum tíma er sú hæsta sem við höfum mælt," sagði varaforseti Q Scores en aðeins 14 prósent sjá James í jákvæðu ljósi í dag.

James getur þó glaðst yfir því að Kobe Bryant er enn óvinsælli hjá almenningi þó svo treyjurnar hans Kobe seljist alltaf best.

Kobe er á topp fimm listanum yfir óvinsælustu íþróttamenn Bandaríkjanna ásamt ruðningsköppunum Michael Vick, Terrell Owens og Chad Ochocinco. Tiger Woods er síðan líka á þessum vafasama lista.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×