Körfubolti

Segir eiganda Cleveland hafa hugarfar þrælahaldara

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jackson heilsar hér Obama Bandaríkjaforseta.
Jackson heilsar hér Obama Bandaríkjaforseta.

Presturinn þekkti Jesse Jackson er allt annað en sáttur við Dan Gilbert, eiganda körfuboltaliðsins Cleveland Cavaliers.

Gilbert varð mjög reiður er James ákvað að snúa baki við liði Cleveland og ganga í raðir Miami Heat.

Gilbert skrifaði í bréfi að James væri heigull að hætta hjá félaginu og lofaði því að Cleveland myndi vinna titil á undan James.

Jackson segir að ummæli Gilberts séu grimm og hrokafull.

"Hann talar eins og hann sé eigandi LeBron James en ekki Cleveland Cavaliers. Hann hefur hugarfar þrælaeiganda. Hann sér LeBron sem þræl á flótta," sagði Jackson reiður.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×