Gnarrzenegger Bergsteinn Sigurðsson skrifar 12. nóvember 2010 06:00 Eitt af öndvegisverkum kvikmyndasögunnar komst óvænt í Kastljósið á mánudagskvöld, þegar Jón Gnarr líkti sér við óvættinn úr kvikmyndinni Pretador. Della, sagði Brynja Þorgeirsdóttir, en dokum við - þegar betur er að gáð reynist þessi líking hafa heilmikið kjöt á beinunum. Fyrir utan það að borgarstjórinn misskilur hlutverk sitt innan hennar. Predator fjallar um hóp úrvalshermanna sem undir forystu Arnold Schwarzenegger er sendur inn í frumskóg í Mið-Ameríku til að uppræta eiturlyfjahring. Fljótlega verða kapparnir varir við óvætt frá framandi plánetum, sem situr um þá. Hefst þá leikur kattarins að músinni. Algengt er að líkja frumskóg við borg. Í þessu samhengi táknar óvætturinn sem hefur hreiðrað um sig þar hið pólitíska vald; báknið sem gleypir þá sem hætta sér inn fyrir mæri þess. Besti flokkurinn er því augljóslega schwarzneggska sérsveitin, sem ryðst inn í skóginn og storkar valdajafnvæginu. (Það dregur síst úr mætti líkingarinnar að tveir hermannanna eru leiknir af skemmtikröftum sem síðar komust til metorða í stjórnmálum; Schwarzenegger varð ríkisstjóri Kaliforníu og Jesse Ventura varð ríkisstjóri Minnesota). Sé líkingunni haldið til streitu öðlast atburðarás myndarinnar hugsanlegt spádómsgildi. Eftir að geimveran hefur kvistað niður alla aðra úr hópnum , flegið þá lifandi og rifið úr þeim hauskúpuna, verður það Arnold óvænt til lífs að maka á sig drullu sem skepnan sér ekki í gegnum og kjölfarið nær hann undirtökunum. Í epískum lokabardaga fellir óvætturinn (valdið) loksins grímuna og sýnir sitt rétta andlit. „You're one ugly motherfu***er," mælir þá Arnold en skrímslið svarar með sömu orðum. Hér verður ákveðin speglun og vöðvafjallið áttar sig á að ef til vill er ekki ýkja mikill munur á því og dýrinu. Þegar geimveran sér sæng sína upp reidda ræsir hún litla kjarnorkusprengju á úlnliðnum og grandar sér og öllu kviku í kring en Arnold á fótum fjör að launa. Þetta er kannski sú staða sem Gnarr og Besti flokkurinn standa frammi fyrir: að eina leiðin til að sigra hefðarvaldið sé að kasta sér ofan í hið pólitíska svað og velta sér upp úr því. Um leið þarf að hafa hugfast að gamla valdabáknið eirir engu þegar það sér fram á eigin endalok. Ágætt framtak borgarstjórnar var að opna listabíó í gamla Regnboganum. Hvernig væri að sýna Predator fljótlega. Svona fyrir þá sem vilja glöggva sig á borgarmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergsteinn Sigurðsson Tengdar fréttir Úttekt: Jón Gnarr á mannamáli Margir áttu erfitt með að átta sig á öllu sem Jón Gnarr sagði í viðtali við Brynju Þorgeirsdóttir í Kastljósinu í gær. Hann virðist hafa ruglað saman kvikmyndunum Ghost og Sixth Sense, líkti Besta flokknum við svikahrapp, sjálfum sér við geimveru og viðurkenndi að hafa lagt samstarfsmenn sína í einelti. 9. nóvember 2010 15:00 Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason Skoðun
Eitt af öndvegisverkum kvikmyndasögunnar komst óvænt í Kastljósið á mánudagskvöld, þegar Jón Gnarr líkti sér við óvættinn úr kvikmyndinni Pretador. Della, sagði Brynja Þorgeirsdóttir, en dokum við - þegar betur er að gáð reynist þessi líking hafa heilmikið kjöt á beinunum. Fyrir utan það að borgarstjórinn misskilur hlutverk sitt innan hennar. Predator fjallar um hóp úrvalshermanna sem undir forystu Arnold Schwarzenegger er sendur inn í frumskóg í Mið-Ameríku til að uppræta eiturlyfjahring. Fljótlega verða kapparnir varir við óvætt frá framandi plánetum, sem situr um þá. Hefst þá leikur kattarins að músinni. Algengt er að líkja frumskóg við borg. Í þessu samhengi táknar óvætturinn sem hefur hreiðrað um sig þar hið pólitíska vald; báknið sem gleypir þá sem hætta sér inn fyrir mæri þess. Besti flokkurinn er því augljóslega schwarzneggska sérsveitin, sem ryðst inn í skóginn og storkar valdajafnvæginu. (Það dregur síst úr mætti líkingarinnar að tveir hermannanna eru leiknir af skemmtikröftum sem síðar komust til metorða í stjórnmálum; Schwarzenegger varð ríkisstjóri Kaliforníu og Jesse Ventura varð ríkisstjóri Minnesota). Sé líkingunni haldið til streitu öðlast atburðarás myndarinnar hugsanlegt spádómsgildi. Eftir að geimveran hefur kvistað niður alla aðra úr hópnum , flegið þá lifandi og rifið úr þeim hauskúpuna, verður það Arnold óvænt til lífs að maka á sig drullu sem skepnan sér ekki í gegnum og kjölfarið nær hann undirtökunum. Í epískum lokabardaga fellir óvætturinn (valdið) loksins grímuna og sýnir sitt rétta andlit. „You're one ugly motherfu***er," mælir þá Arnold en skrímslið svarar með sömu orðum. Hér verður ákveðin speglun og vöðvafjallið áttar sig á að ef til vill er ekki ýkja mikill munur á því og dýrinu. Þegar geimveran sér sæng sína upp reidda ræsir hún litla kjarnorkusprengju á úlnliðnum og grandar sér og öllu kviku í kring en Arnold á fótum fjör að launa. Þetta er kannski sú staða sem Gnarr og Besti flokkurinn standa frammi fyrir: að eina leiðin til að sigra hefðarvaldið sé að kasta sér ofan í hið pólitíska svað og velta sér upp úr því. Um leið þarf að hafa hugfast að gamla valdabáknið eirir engu þegar það sér fram á eigin endalok. Ágætt framtak borgarstjórnar var að opna listabíó í gamla Regnboganum. Hvernig væri að sýna Predator fljótlega. Svona fyrir þá sem vilja glöggva sig á borgarmálum.
Úttekt: Jón Gnarr á mannamáli Margir áttu erfitt með að átta sig á öllu sem Jón Gnarr sagði í viðtali við Brynju Þorgeirsdóttir í Kastljósinu í gær. Hann virðist hafa ruglað saman kvikmyndunum Ghost og Sixth Sense, líkti Besta flokknum við svikahrapp, sjálfum sér við geimveru og viðurkenndi að hafa lagt samstarfsmenn sína í einelti. 9. nóvember 2010 15:00
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun