Ritstjóri Pressunnar í tímabundið leyfi 12. apríl 2010 12:54 Björn Ingi er farinn í tímabundið leyfi vegna umfjöllunar um hann í rannsóknarskýrslunni. Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Pressunnar, er farinn í tímabundið leyfi en í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis kemur fram að hann hafi á tímabili skuldað 563 milljónir kr. í Kaupþingi. Tveir aðrir fjölmiðlamenn skulduðu yfir 100 milljónir en það voru Óli Björn Kárason og Styrmir Gunnarsson. Í yfirlýsingu á Pressunni segir Björn Ingi meðal annars: „Nú þegar liggur fyrir að Rannsóknarnefnd Alþingis fjallar sérstaklega um viðskipti eignarhaldsfélags okkar hjóna við gamla Kaupþing og vill að yfirvöld skoði þau nánar, tel ég rétt að taka mér tímabundið leyfi sem ritstjóri Pressunnar meðan ég vinn að því að hreinsa nafn mitt af áburði um að hafa þegið það sem kalla mætti óeðlilega fyrirgreiðslu." Björn Ingi segir að hið rétta í málinu sé að ekkert ólöglegt sé á ferðinni. „Ég hef aldrei þegið far í einkaþotu af bönkum eða öðrum stórfyrirtækjum, aldrei þegið boð í laxveiði frá fyrirtækjum, á enga erlenda reikninga og hef aldrei tekið stöðu gegn krónunni og þótt fyrirtæki í eigu mín og konu minnar, sem er löggiltur verðbréfamiðlari og sérfræðingur á þessu sviði, hafi átt í hlutabréfaviðskiptum og tekið lán í þeim tilgangi, eins og þúsundir annarra sambærilegra félaga, þýðir það ekki að neitt óeðlilegt hafi verið á ferðinni," segir Björn. Þá segist hann aldrei hafa fengið krónu afskrifaða í íslensku bankakerfi og að hann standi ekki vel fjárhagslega í dag, „frekar en svo fjölmargir aðrir landsmenn." Björn segir að þau hjónin hafi tapað öllum sínum sparnaði í hruninu og gott betur. „Varla bendir það til þess að ég hafi vitað að bankarnir væru á leið í þrot?," segir Björn Ingi í yfirlýsingunni sem lýkur á eftirfarandi. „Ég er að þessu sögðu vitaskuld jafn sannfærður og fyrr um að nafn mitt verði hreinsað og mun vinna að því ásamt mínum lögmanni." Steingrímur Sævarr Ólafsson mun taka við ritstjórastarfinu um óákveðinn tíma. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Pressunnar, er farinn í tímabundið leyfi en í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis kemur fram að hann hafi á tímabili skuldað 563 milljónir kr. í Kaupþingi. Tveir aðrir fjölmiðlamenn skulduðu yfir 100 milljónir en það voru Óli Björn Kárason og Styrmir Gunnarsson. Í yfirlýsingu á Pressunni segir Björn Ingi meðal annars: „Nú þegar liggur fyrir að Rannsóknarnefnd Alþingis fjallar sérstaklega um viðskipti eignarhaldsfélags okkar hjóna við gamla Kaupþing og vill að yfirvöld skoði þau nánar, tel ég rétt að taka mér tímabundið leyfi sem ritstjóri Pressunnar meðan ég vinn að því að hreinsa nafn mitt af áburði um að hafa þegið það sem kalla mætti óeðlilega fyrirgreiðslu." Björn Ingi segir að hið rétta í málinu sé að ekkert ólöglegt sé á ferðinni. „Ég hef aldrei þegið far í einkaþotu af bönkum eða öðrum stórfyrirtækjum, aldrei þegið boð í laxveiði frá fyrirtækjum, á enga erlenda reikninga og hef aldrei tekið stöðu gegn krónunni og þótt fyrirtæki í eigu mín og konu minnar, sem er löggiltur verðbréfamiðlari og sérfræðingur á þessu sviði, hafi átt í hlutabréfaviðskiptum og tekið lán í þeim tilgangi, eins og þúsundir annarra sambærilegra félaga, þýðir það ekki að neitt óeðlilegt hafi verið á ferðinni," segir Björn. Þá segist hann aldrei hafa fengið krónu afskrifaða í íslensku bankakerfi og að hann standi ekki vel fjárhagslega í dag, „frekar en svo fjölmargir aðrir landsmenn." Björn segir að þau hjónin hafi tapað öllum sínum sparnaði í hruninu og gott betur. „Varla bendir það til þess að ég hafi vitað að bankarnir væru á leið í þrot?," segir Björn Ingi í yfirlýsingunni sem lýkur á eftirfarandi. „Ég er að þessu sögðu vitaskuld jafn sannfærður og fyrr um að nafn mitt verði hreinsað og mun vinna að því ásamt mínum lögmanni." Steingrímur Sævarr Ólafsson mun taka við ritstjórastarfinu um óákveðinn tíma.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira