Sport

Haye: Mun ekki bara vinna heldur einnig rota hann

Ómar Þorgeirsson skrifar
David Haye.
David Haye. Nordic photos/AFP

Bretinn David Haye, WBA-þungavigtarmeistari í hnefaleikum, býr sig nú undir að verja titil sinn í fyrsta skiptið þegar hann mætir Bandaríkjamanninum John Ruiz í MEN Arena í Manchester á Englandi 3. apríl næstkomandi.

Hinn 38 ára gamli Ruiz er fyrrum WBA-þungavigtarmeistari og hinn 29 ára gamli Haye á von á því að þurfa að gera enn betur en þegar hann vann risann Nicolay Valuev í síðasta titilbardaga sínum.

Haye hefur þó aldrei skort neitt sjálfstraust í viðtölum við fjölmiðla og hann er ekki bara viss um að vinna andstæðing sinn heldur einnig um að hann muni rota hann.

„Ég veit að ég þarf að breyta um stíl þegar ég mæti Ruiz því hann er allt öðruvísi hnefaleikamaður en risinn Valuev. Ég er samt viss um að ég verði tilbúinn að svara öllu því sem hann reynir að gera í hringnum. Ég mun ekki aðeins vinna heldur einnig rota hann," segir Haye í viðtali við sky Sports fréttastofuna.



Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×