Körfubolti

Orlando, Memphis og Utah unnu alla leiki á undirbúningstímabilinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dwight Howard gat slappað af á bekknum þegar Orlando vann hvern stórsigurinn á fætur öðrum.
Dwight Howard gat slappað af á bekknum þegar Orlando vann hvern stórsigurinn á fætur öðrum. Mynd/AP
NBA-deildin í körfubolta hefst á morgun og hafa liðin nú lokið undirbúningstímabili sínu þar sem að þau spiluðu fullt af leikjum. Þrjú af þrjátíu liðum tókst að vinna alla leiki sína á undirbúningstímabilinu en það eru Orlando Magic, Memphis Grizzlies og Utah Jazz.

Orlando Magic var afar sannfærandi í sínum sjö undirbúningsleikjum sem liðið vann með 25 stiga mun að meðaltali. Orlando hefur reyndar verið óstöðvandi á síðustu undirbúningstímabilum enda hefur liðið unnið 21 undirbúningsleik í röð og ekki tapað á undirbúningstímabilinu síðan árið 2008.

Utah Jazz liðið missti marga sterka menn fyrir tímabilið en það virðist ekki há liðinu mikið því strákarnir hans Jerry Sloan unnu alla átta leiki sína á undirbúningstímabilinu. Þetta er í fyrsta sinn sem Utah vinnur alla leiki sína á undirbúningstímabilinu.

Þriðja liðið til þess að tapa ekki leik á undirbúningstímabilinu var lið Memphis Grizzlies. Fjórir af leikjunum sjö voru á móti slökum liðum og sá fimmti kom á móti liði utan NBA-deildarinnar þannig að menn eru ekkert að missa sig yfir þessum árangri Memphis-liðsins.

Bestu liðin á undirbúningstímabilinu 2010-11:

Utah Jazz 8 sigrar - 0 töp

Memphis Grizzlies 8 sigrar - 0 töp

Orlando Magic 7 sigrar - 0 töp

Boston Celtics 7 sigrar - 1 tap

Cleveland Cavaliers 6 sigrar - 1 tap

Minnesota Timberwolves 6 sigrar - 2 töp

Verstu liðin á undirbúningstímabilinu 2010-11:

Los Angeles Clippers 1 sigur - 7 töp

New Orleans Hornets 1 sigur - 7 töp

Phoenix Suns 2 sigrar - 6 töp

Atlanta hawks 2 sigrar - 5 töp

New Jersey Nets 2 sigrar - 5 töp

Philadelphia 76ers 2 sigrar - 5 töp

New York Knicks 2 sigrar - 5 töp

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×