Viðskipti innlent

Földu uppgjör Glitnis við Bjarna Ármannsson

Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis. Stjórnendur bankans ákváðu að fela vanmetið uppgjör við hann þegar Vilhjálmur Bjarnason spurðist fyrir um það.
Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis. Stjórnendur bankans ákváðu að fela vanmetið uppgjör við hann þegar Vilhjálmur Bjarnason spurðist fyrir um það.

Stjórnendur Glitnis vildu ekki að launauppgjör við Bjarna Ármannsson, fyrrverandi forstjóra bankans, yrði gert opinbert og ákváðu því að birta ekki 270 milljóna króna vanmetna skuldbindingu gagnvart honum í ársuppgjöri bankans.

Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingi kemur fram að Vilhjálmur Bjarnason, sem átti lítinn hlut í Glitni, hafi óskað eftir svörum við spurningum um ofurlaun og kjör Bjarna á aðalfundi hans í febrúar 2008.

Stuttu fyrir fundinn hafði Vilhjálmur komið fram í fjölmiðlum og upplýst að hann íhugaði að höfða skaðabótamál á hendur

Í skýrslu rannsóknarnefndar kemur fram að ráða megi af tölvubréfasamskiptum stjórnenda bankans megi ráða að þeir hafi ekki viljað að launauppgjör við fyrrverandi forstjóra yrði að fullu birt og yrði til umræðu á aðalfundinum. Þegar leiðrétting hafi borist frá endurskoðendum

varðandi laun Bjarna hafi komið í ljós að skuldbindingar til hans hafi numið 370 milljónum króna en ekki eitt hundrað líkt og áður var talið.

Í tölvupósti stjórnenda sagði: „Ekki góðar fréttir. Gefur Vilhjálmi mögulega skotfæri á fundinum. Hvernig gat þetta gerst?"

Annar starfsmaður svarar með eftirfarandi hætti: „Þar sem greiðslan er á árinu 2008 - verður þetta ekki sett fram í reikningum 2007. Þetta verður því ekki til umfjöllunar."










Fleiri fréttir

Sjá meira


×