Skylduáhorf fyrir netverja Freyr Gígja Gunnarsson skrifar 23. nóvember 2010 07:00 Aðstandendur heimildarmyndarinnar Catfish mega vera ánægðir með myndina, sem sýnd er í Bíó Paradís um þessar mundir. Nordicphotos/Getty Bíó Catfish Leikstjóri: Nev Schulman og Henry Joost Sýnd á Haustbíóhátíð Græna ljóssins í Bíó Paradís Heimildarmyndin Catfish er með einhverjum óvæntasta söguþræði sem ég hef orðið vitni að í kvikmyndahúsi. Og raunar er saga aðalpersónunnar Nev Schulman lyginni líkust. Catfish ætti auðvitað að vera sýnd öllum þeim ungmennum sem vilja tengjast ókunnugu fólki á Facebook því á þessari ágætu samskiptasíðu getur fólk þóst vera eitthvað annað en það er. Það er eiginlega best að segja sem minnst um söguþráðinn heldur leyfa myndinni að koma áhorfendum á óvart. Catfish fer reyndar rólega af stað en hefur sig til flugs þegar aðalpersónan, New York-ljósmyndarinn Nev Schulman, uppgötvar að ekki er allt með felldu hjá nýja vininum hans á Facebook. Uppljóstrunin er einstök og á eftir að koma fólki í opna skjöldu. Niðurstaða: Catfish er óvæntur gleðigjafi þar sem Facebook og blekkingunni sem þar fær stundum að lifa eru gerð góð skil á mannlegan hátt. Mest lesið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning Fleiri fréttir Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira
Bíó Catfish Leikstjóri: Nev Schulman og Henry Joost Sýnd á Haustbíóhátíð Græna ljóssins í Bíó Paradís Heimildarmyndin Catfish er með einhverjum óvæntasta söguþræði sem ég hef orðið vitni að í kvikmyndahúsi. Og raunar er saga aðalpersónunnar Nev Schulman lyginni líkust. Catfish ætti auðvitað að vera sýnd öllum þeim ungmennum sem vilja tengjast ókunnugu fólki á Facebook því á þessari ágætu samskiptasíðu getur fólk þóst vera eitthvað annað en það er. Það er eiginlega best að segja sem minnst um söguþráðinn heldur leyfa myndinni að koma áhorfendum á óvart. Catfish fer reyndar rólega af stað en hefur sig til flugs þegar aðalpersónan, New York-ljósmyndarinn Nev Schulman, uppgötvar að ekki er allt með felldu hjá nýja vininum hans á Facebook. Uppljóstrunin er einstök og á eftir að koma fólki í opna skjöldu. Niðurstaða: Catfish er óvæntur gleðigjafi þar sem Facebook og blekkingunni sem þar fær stundum að lifa eru gerð góð skil á mannlegan hátt.
Mest lesið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning Fleiri fréttir Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira