Ármann Kr, Ólafsson: Engar skuldir afskrifaðar 14. apríl 2010 17:00 Ármann Kr. Ólafsson segir engar skuldir hafa verið afskrifaðar auk þess sem allar skuldirnar eru á hans nafni. Ármann Kr. Ólafsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi segir allar skuldir sem hann beri og minnst var á rannsóknarskýrslu Alþingi séu á hans eigin nafni. Þá segir hann engar skuldir hafa verið afskrifaðar. Yfirlýsingin er svohljóðandi: Þar sem nafn mitt var nefnt í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um hvaða alþingismenn hefðu fengið lán frá fjármálastofnunum frá árinu 2005 þar til fjármálakerfið féll í október 2008 þá vil ég koma eftirfarandi á framfæri: Ég var kosinn á Alþingi á vormánuðum 2007 en áður en til þess kom hafði ég átt í ákveðnum fjárfestingum og tekið lán vegna þeirra. Í ágústlok náðu lán mín hámarki í nokkra daga, eða 248 m.kr., eins og fram kemur í skýrslunni. Í skýrslunni eru tekin með fasteignalán en megnið af upphæðinni er vegna áðurgreindra fjárfestinga. Eignir og eigið fé sem nam talsvert hærri upphæð var lagt fram til tryggingar á móti þessum lánum eins og almennar reglur bankans kváðu á um. Strax í byrjun september 2007 hóf ég að draga mig út úr þessum fjárfestingum og þegar fjármálakerfið féll stóð eftir krafa upp á 33 m.kr. vegna þessara fjárfestingalána. Hjá bankanum liggur ríflega sú fjárhæð frá mér í peningum til tryggingar kröfunni. Þau lán sem nefnd eru í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis voru tekin á mína kennitölu og bar ég því fulla og persónulega ábyrgð á þeim. Engin lán til mín hafa verið afskrifuð, verða afskrifuð, né hafa lán til mín nokkurn tíma lent í vanskilum. Fjárhagsstaða mín er traust. Þegar ég hef boðið mig fram til opinberra starfa í prófkjörum hef ég lagt mikið upp úr tengingu minni við atvinnulífið. Ég tel mikilvægt fyrir þátttakendur í stjórnmálum að hafa innsýn í atvinnulífið og vona að þeir atburðir sem átt hafa sér stað í íslensku stjórnmála- og viðskiptalífi, og skýrslan tekur að mínu mati vel á, verði ekki til þess að menn verði fordæmdir fyrir þátttöku í öðru hvoru eða hvoru tveggja. Það hlýtur ávallt að vera grundvallaratriði hvernig menn sinna sínu og hvort þeir séu reiðubúnir að taka fjárhagslega ábyrgð á því sem þeir sýsla persónulega. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Ármann Kr. Ólafsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi segir allar skuldir sem hann beri og minnst var á rannsóknarskýrslu Alþingi séu á hans eigin nafni. Þá segir hann engar skuldir hafa verið afskrifaðar. Yfirlýsingin er svohljóðandi: Þar sem nafn mitt var nefnt í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um hvaða alþingismenn hefðu fengið lán frá fjármálastofnunum frá árinu 2005 þar til fjármálakerfið féll í október 2008 þá vil ég koma eftirfarandi á framfæri: Ég var kosinn á Alþingi á vormánuðum 2007 en áður en til þess kom hafði ég átt í ákveðnum fjárfestingum og tekið lán vegna þeirra. Í ágústlok náðu lán mín hámarki í nokkra daga, eða 248 m.kr., eins og fram kemur í skýrslunni. Í skýrslunni eru tekin með fasteignalán en megnið af upphæðinni er vegna áðurgreindra fjárfestinga. Eignir og eigið fé sem nam talsvert hærri upphæð var lagt fram til tryggingar á móti þessum lánum eins og almennar reglur bankans kváðu á um. Strax í byrjun september 2007 hóf ég að draga mig út úr þessum fjárfestingum og þegar fjármálakerfið féll stóð eftir krafa upp á 33 m.kr. vegna þessara fjárfestingalána. Hjá bankanum liggur ríflega sú fjárhæð frá mér í peningum til tryggingar kröfunni. Þau lán sem nefnd eru í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis voru tekin á mína kennitölu og bar ég því fulla og persónulega ábyrgð á þeim. Engin lán til mín hafa verið afskrifuð, verða afskrifuð, né hafa lán til mín nokkurn tíma lent í vanskilum. Fjárhagsstaða mín er traust. Þegar ég hef boðið mig fram til opinberra starfa í prófkjörum hef ég lagt mikið upp úr tengingu minni við atvinnulífið. Ég tel mikilvægt fyrir þátttakendur í stjórnmálum að hafa innsýn í atvinnulífið og vona að þeir atburðir sem átt hafa sér stað í íslensku stjórnmála- og viðskiptalífi, og skýrslan tekur að mínu mati vel á, verði ekki til þess að menn verði fordæmdir fyrir þátttöku í öðru hvoru eða hvoru tveggja. Það hlýtur ávallt að vera grundvallaratriði hvernig menn sinna sínu og hvort þeir séu reiðubúnir að taka fjárhagslega ábyrgð á því sem þeir sýsla persónulega.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira