Viðskipti innlent

Ráðuneyti bregst við skýrslu rannsóknarnefndar

Mikilvægt er að benda á að þegar hefur verið gripið til viðamikilla aðgerða af hálfu ráðuneytisins í ljósi atburðanna haustið 2008. Ráðuneytið hefur gert skýrslu um þessar aðgerðir sem aðgengileg er á vef ráðuneytisins.
Mikilvægt er að benda á að þegar hefur verið gripið til viðamikilla aðgerða af hálfu ráðuneytisins í ljósi atburðanna haustið 2008. Ráðuneytið hefur gert skýrslu um þessar aðgerðir sem aðgengileg er á vef ráðuneytisins.
Efnahags- og viðskiptaráðuneytið hefur sent frá sér tilkynningu um fyrstu viðbrögð sín við skýrslu rannsóknarnefndar Alþinmgis. Þar kemur fram að fyrir utan þau frumvörp sem þegar hafa verið samin í kjölfar bankahrunsins er unnið að frumvarpi sem m. a. fjalla um endurskoðun á lögum um Seðlabanka Íslands.

Í tilkynninguni segir að í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis sé fjallað um ýmis atriði er varða starfsemi viðskiptaráðuneytisins, nú efnahags- og viðskiptaráðuneytisins. Úr skýrslunni má meðal annars lesa gagnrýni á framkvæmd laga og eftirlits með fjármálamarkaði. Í skýrslunni er einnig að finna ítarlega umfjöllun um starfsaðferðir Stjórnarráðsins í aðdraganda bankahrunsins, auk Fjármálaeftirlitsins og Seðlabankans en þessar stofnanir heyra nú báðar undir efnahags- og viðskiptaráðuneytið.

Skýrslu Rannsóknarnefndar hefur nú verið vísað til frekari meðferðar á Alþingi. Vegna þeirra mikilvægu upplýsinga og ábendinga sem fram koma í skýrslunni mun ráðuneytið hinsvegar einnig taka hana til ítarlegrar umfjöllunar og meta til hvaða aðgerða verður gripið af hálfu þess.

Ljóst er að skýrslan er yfirgripsmikil og fjölmörg atriði sem fram koma krefjast ítarlegrar umfjöllunar og úrvinnslu. Ráðuneytið mun hinsvegar leitast við að hraða þeirri vinnu og greina nánar frá viðbrögðum og afstöðu þess á næstu dögum og vikum.

Mikilvægt er að benda á að þegar hefur verið gripið til viðamikilla aðgerða af hálfu ráðuneytisins í ljósi atburðanna haustið 2008. Ráðuneytið hefur gert skýrslu um þessar aðgerðir sem aðgengileg er á vef ráðuneytisins. Þar kemur m.a. fram að efnahags- og viðskiptaráðherra hefur á undanförnum vikum og mánuðum lagt fram á Alþingi frumvörp til laga um breytingar á ýmsum lögum sem falla undir ráðuneytið, þ. m. t. lögum um fjármálafyrirtæki, verðbréfasjóði, innstæðutryggingar og tryggingarkerfi fyrir fjárfesta, hlutafélög og einkahlutafélög.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×