Körfubolti

NBA: Orlando stöðvaði San Antonio

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Arenas og Howard voru sterkir í nótt.
Arenas og Howard voru sterkir í nótt.

Orlando er komið með þrjá nýja leikmenn og þeir áttu fínan leik í nótt er Orlando batt enda á tíu leikja sigurgöngu San Antonio Spurs í NBA-deildinni.

Leikmenn Orlando voru með 60 prósent skotnýtingu í þessum fyrsta sigurleik liðsins síðan það fékk nýju mennina.

Dwight Howard var stigahæstur hjá Orlando með 29 stig en Gilbert Arenas kom sterkur af bekknum með 14 stig, 6 fráköst og 9 stoðsendingar. Tony Parker og Gary Neal skoruðu báðir 16 stig fyrir Spurs.

Miami lék án Dwyane Wade í nótt en það kom ekki að sök því LeBron James og Chris Bosh skoruðu samtals 59 stig í sterkum útisigri á Phoenix.

Miami lék sterka vörn á Suns sem hefur skorað allra liða mest í vetur. Phoenix er nú 0-9 í leikjum sem því mistekst að skora 100 stig. Miami er með bestu vörn deildarinnar.

Úrslit næturinnar:

Orlando-San Antonio  123-101

Sacramento-Milwaukee  70-84

Phoenix-Miami  83-95

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×