Boston sló Cleveland úr leik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. maí 2010 09:00 LeBron James og félagar eru komnir í sumarfrí. Mynd/AP Boston Celtics er komið áfram í úrslit Austurstrandarinnar í úrslitakeppni NBA-deildarinnar eftir sigur á Cleveland á heimavelli í nótt, 94-85. Boston var þar með einvígi liðanna samtals 4-2. Cleveland var með besta árangur allra liða í deildakeppninni í vetur og með einn allra besta körfuboltamann heims innanborðs, LeBron James, töldu margir að nú væri kominn tími á að Cleveland færi alla leið. Boston, sem hefur verið í talsverðu basli í vetur, sýndi hins vegar að þeir eiga enn talsvert inni og sýndu leikmenn liðsins oft frábæra takta í rimmu liðanna. „Þeir spiluðu ótrúlega vel," sagði LeBron James. Þjálfari Cleveland, Mike Brown, sagði muninn á liðunum vera einfaldann. „Úrslitakeppnin er ekki eins og deildakeppnin. Við vissum að við myndum ekki mæta sama liðinu og spilaði í deildinni í vetur. Þeir bættu sig og við vorum að vona að við hefðum bætt okkur líka." Það var sama hvað leikmenn Cleveland reyndu að ná tökum á leiknum í nótt - alltaf áttu heimamenn svar. Cleveland komst yfir í upphafi síðari hálfleiks en þá svaraði Boston umsvifalaust fyrir sig og var buið að endurheimta tíu stiga forystu áður en langt um leið. James og félagar gáfust þó ekki upp en komust ekki nær en að minnka muninn í fjögur stig í fjórða leikhluta. James var eins og svo oft áður stigahæstur (27 stig), með flestu fráköstin (19) og flestar stoðsendingar (10) af leikmönnum Cleveland en það dugði bara ekki til. Hann tapaði reyndar boltanum níu sinnum í leiknum og refsaði Boston fyrir hver mistök í leiknum. Kevin Garnett var með 22 stig og Rajon Rondo 21. Paul Pierce og Rasheed Wallace voru með þrettán hvor. Margir telja að Mike Brown, þjálfari Cleveland, verði nú látinn taka poka sinn en flestir bíða nú eftir því að sjá hvað LeBron James gerir í sínum málum. Hann hefur verið ítrekað orðaður við New York Knicks í vetur og eru margir sem velta því fyrir sér hvort körfuboltaævintýrinu í Cleveland sé einfaldlega lokið. NBA Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Sjá meira
Boston Celtics er komið áfram í úrslit Austurstrandarinnar í úrslitakeppni NBA-deildarinnar eftir sigur á Cleveland á heimavelli í nótt, 94-85. Boston var þar með einvígi liðanna samtals 4-2. Cleveland var með besta árangur allra liða í deildakeppninni í vetur og með einn allra besta körfuboltamann heims innanborðs, LeBron James, töldu margir að nú væri kominn tími á að Cleveland færi alla leið. Boston, sem hefur verið í talsverðu basli í vetur, sýndi hins vegar að þeir eiga enn talsvert inni og sýndu leikmenn liðsins oft frábæra takta í rimmu liðanna. „Þeir spiluðu ótrúlega vel," sagði LeBron James. Þjálfari Cleveland, Mike Brown, sagði muninn á liðunum vera einfaldann. „Úrslitakeppnin er ekki eins og deildakeppnin. Við vissum að við myndum ekki mæta sama liðinu og spilaði í deildinni í vetur. Þeir bættu sig og við vorum að vona að við hefðum bætt okkur líka." Það var sama hvað leikmenn Cleveland reyndu að ná tökum á leiknum í nótt - alltaf áttu heimamenn svar. Cleveland komst yfir í upphafi síðari hálfleiks en þá svaraði Boston umsvifalaust fyrir sig og var buið að endurheimta tíu stiga forystu áður en langt um leið. James og félagar gáfust þó ekki upp en komust ekki nær en að minnka muninn í fjögur stig í fjórða leikhluta. James var eins og svo oft áður stigahæstur (27 stig), með flestu fráköstin (19) og flestar stoðsendingar (10) af leikmönnum Cleveland en það dugði bara ekki til. Hann tapaði reyndar boltanum níu sinnum í leiknum og refsaði Boston fyrir hver mistök í leiknum. Kevin Garnett var með 22 stig og Rajon Rondo 21. Paul Pierce og Rasheed Wallace voru með þrettán hvor. Margir telja að Mike Brown, þjálfari Cleveland, verði nú látinn taka poka sinn en flestir bíða nú eftir því að sjá hvað LeBron James gerir í sínum málum. Hann hefur verið ítrekað orðaður við New York Knicks í vetur og eru margir sem velta því fyrir sér hvort körfuboltaævintýrinu í Cleveland sé einfaldlega lokið.
NBA Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Sjá meira