Páll Baldvin Baldvinsson: Laus sæti og staðfast fólk Páll Baldvin Baldvinsson skrifar 29. apríl 2010 09:38 Rosalega sem það er erfitt að standa upp úr sætinu. Það er allt suðandi í kringum mann, endalaust kvabb.-Ha! 27 milljónir? Voru þær svona margar!-Veistu ég bara veit ekkert um þetta, það voru aðrir sem sáu um það.Af hverju það kostaði svona mikið að koma mér í embætti alþingismanns? Þetta er bara svo dýrt. Það er svo dýrt að hafa fólk í vinnu við að hringja í heilan flokk og svo verður að gefa því að borða. Ég?… Við náðum víst góðum díl við vin minn - okkar - sem á veitingastað. Lét ég hringja í allan flokkinn? Veistu hvað eru margir í honum? Nei, nei, ég - við hringdum bara í þá sem eru í kjördæminu - eða flesta. Eins marga og hringingarfólkið komst yfir. Þetta er kvöld- og helgarvinna.En annars veit ég ekkert um þetta. Það voru aðrir sem sáu um það. Styrktarfélag mitt. Jú, það ber mitt nafn. Er gaman að hafa félag um sjálfan sig? Jú, jú, þetta eru nú bara vinir mínir. Ég á marga vini. Hver ber ábyrgð á þeim rekstri? Ég get ekki svarað því. Veit ég ekki hver það var? Er ég búinn að gleyma því líka? Nei, ég er ekki svo gleyminn. Nei, ég gleymi ekki vinum mínum.Verð ég að borga til baka? það vona ég ekki. Styrktaraðilar mínir, ég meina félagsins, geta ekki ætlast til þess. Það væri fáránlegt. Hafa þeir hringt í mig? Af hverju spyrðu að því? Æ sér gjöf til gjalda - er það einhver málsháttur? Ég skil ekki svona fornmál. Greiði á móti greiða? Heldurðu að þetta sé eitthvað mafíusamfélag? Hér er allt gegnsætt og á að vera það. Ég er alveg búinn að gera grein fyrir mínu máli.Talaðu frekar við einhvern af hinum sem fengu minna. Það hlýtur að vera einfaldara að gera grein fyrir því bókhaldi - það er allt minna. Fékk ég eitthvað af þessu sjálfur? Ertu vitlaus? Ég að svíkja undan skatti. Það væri nú ósvífið af þingmanni. Annars skil ég ekki hvað þú ert að pönkast í mér. Talaðu frekar við eitthvað af Samfylkingarfólkinu - það fann upp á þessu." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Baldvin Baldvinsson Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun
Rosalega sem það er erfitt að standa upp úr sætinu. Það er allt suðandi í kringum mann, endalaust kvabb.-Ha! 27 milljónir? Voru þær svona margar!-Veistu ég bara veit ekkert um þetta, það voru aðrir sem sáu um það.Af hverju það kostaði svona mikið að koma mér í embætti alþingismanns? Þetta er bara svo dýrt. Það er svo dýrt að hafa fólk í vinnu við að hringja í heilan flokk og svo verður að gefa því að borða. Ég?… Við náðum víst góðum díl við vin minn - okkar - sem á veitingastað. Lét ég hringja í allan flokkinn? Veistu hvað eru margir í honum? Nei, nei, ég - við hringdum bara í þá sem eru í kjördæminu - eða flesta. Eins marga og hringingarfólkið komst yfir. Þetta er kvöld- og helgarvinna.En annars veit ég ekkert um þetta. Það voru aðrir sem sáu um það. Styrktarfélag mitt. Jú, það ber mitt nafn. Er gaman að hafa félag um sjálfan sig? Jú, jú, þetta eru nú bara vinir mínir. Ég á marga vini. Hver ber ábyrgð á þeim rekstri? Ég get ekki svarað því. Veit ég ekki hver það var? Er ég búinn að gleyma því líka? Nei, ég er ekki svo gleyminn. Nei, ég gleymi ekki vinum mínum.Verð ég að borga til baka? það vona ég ekki. Styrktaraðilar mínir, ég meina félagsins, geta ekki ætlast til þess. Það væri fáránlegt. Hafa þeir hringt í mig? Af hverju spyrðu að því? Æ sér gjöf til gjalda - er það einhver málsháttur? Ég skil ekki svona fornmál. Greiði á móti greiða? Heldurðu að þetta sé eitthvað mafíusamfélag? Hér er allt gegnsætt og á að vera það. Ég er alveg búinn að gera grein fyrir mínu máli.Talaðu frekar við einhvern af hinum sem fengu minna. Það hlýtur að vera einfaldara að gera grein fyrir því bókhaldi - það er allt minna. Fékk ég eitthvað af þessu sjálfur? Ertu vitlaus? Ég að svíkja undan skatti. Það væri nú ósvífið af þingmanni. Annars skil ég ekki hvað þú ert að pönkast í mér. Talaðu frekar við eitthvað af Samfylkingarfólkinu - það fann upp á þessu."
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun