NBA: Oklahoma vann í Boston án Kevin Durant Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. nóvember 2010 11:00 Russell Westbrook fer hér framhjá Ray Allen í nótt. Mynd/AP Oklahoma City Thunder liðið er allt að koma til eftir erfiða byrjun og í nótt vann liðið 89-84 sigur á Boston í Boston í NBA-deildinni í körfubolta. San Antonio Spurs vann sinn níunda leik í röð og er með besta sigurhlutfallið í deildinni ásamt New Orleans Hornets sem hefur líka unnið 10 af fyrstu 11 leikjum sínum. Miami og Lakers unnu líka sína leiki í nótt.Russell Westbrook skoraði 31 stig á móti Rajon Rondo og félögum í Boston Celtics í 89-84 sigri Oklahoma City Thunder en liðið lék án Kevin Durant í leiknum. Oklahoma City var með góða forustu lengstum en var næstum því búið að missa hana niður í lokin. Kevin Garnett skoraði 16 stig fyrir Boston og Rajon Rondo var með 14 stig og 7 stoðsendingar.Tony Parker skoraði 24 stig og Tim Duncan var með 19 stig og 14 fráköst þegar San Antonio Spurs vann 94-82 útisigur á Utah Jazz en þetta var níundi sigur liðsins í röð. Duncan bætti stigamet David Robinson hjá San Antonio í þessum leik. Deron Williams skoraði 23 stig fyrir Utah.David West var með 34 stig þegar New Orleans Hornets vann 108-101 sigur á Cleveland Cavaliers á heimavelli. Chris Paul var með 15 stig, 10 stoðsendingar og 6 stolna bolta og Marco Belinelli bætti við 20 stigum. New Orleans hefur unnið 10 af fyrstu 11 leikjum sínum á tímabilinu. Antawn Jamison skoraði 20 stig fyrir Cleveland.Kobe Bryant var með 23 stig og 8 fráköst í 112-95 sigri Los Angeles Lakers á Minnesota Timberwolves. Matt Barnes var þó stigahæstur með 24 stig en hann hitti úr öllum 7 skotum sínum í leiknum. Darko Milicic var með 23 stig, 16 fráköst og 6 varin hjá Minnesota og Michael Beasley bætti við 25 stigum og 10 fráköstum.LeBron James skoraði 32 stig og Chris Bosh var með 22 stig og 14 fráköst þegar Miami vann 95-87 heimasigur á Charlotte Bobcats. Dwyane Wade spilaði veikur en var með 11 stig. Miami var komið með góða forustu í fyrri hálfleik en Charlotte kom til baka í þeim seinni. Stephen Jackson skoraði 30 stig fyrir Charlotte.Derrick Rose skoraði 22 stig og Taj Gibson var með 17 stig og 18 fráköst þegar Chicago Bulls vann 88-83 útisigur á Dallas Mavericks. Chicago var 12 stigum undir í þriðja leikhluta en kom til baka. Joakim Noah var með 10 stig og 17 fráköst fyrir Bulls-liðið og Kyle Korver skoraði 14 stig. Dirk Nowitzki var með 36 stig fyrir Dallas en fékk ekki mikla hjálp því Caron Butler kom næstur með 12 stig.Raymond Felton átti sannkallan stórleik þegar New York Knicks vann 125-119 sigur á Golden State Warriors. Felton var með 35 stig og 11 stoðsendingar en hann hitti úr 13 af 17 skotum sínum í leiknum. Amare Stoudemire bætti við 26 stigum og 11 fráköstum en hjá Golden State var Monta Ellis með 40 stig og Stephen Curry skoraði 29 stig og gaf 8 stoðsendingar.Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt: Boston Celtics-Oklahoma City Thunder 84-89 Philadelphia 76ers-Milwaukee Bucks 90-79 Toronto Raptors-Houston Rockets 106-96 Washington Wizards-Memphis Grizzlies 89-86 Miami Heat-Charlotte Bobcats 95-87 Minnesota Timberwolves-Los Angeles Lakers 95-112 New Orleans Hornets-Cleveland Cavaliers 108-101 Utah Jazz-San Antonio Spurs 82-94 Dallas Mavericks-Chicago Bulls 83-88 Sacramento Kings-New Jersey Nets 86-81 Golden State Warriors-New York Knicks 119-125 NBA Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Fleiri fréttir Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Sjá meira
Oklahoma City Thunder liðið er allt að koma til eftir erfiða byrjun og í nótt vann liðið 89-84 sigur á Boston í Boston í NBA-deildinni í körfubolta. San Antonio Spurs vann sinn níunda leik í röð og er með besta sigurhlutfallið í deildinni ásamt New Orleans Hornets sem hefur líka unnið 10 af fyrstu 11 leikjum sínum. Miami og Lakers unnu líka sína leiki í nótt.Russell Westbrook skoraði 31 stig á móti Rajon Rondo og félögum í Boston Celtics í 89-84 sigri Oklahoma City Thunder en liðið lék án Kevin Durant í leiknum. Oklahoma City var með góða forustu lengstum en var næstum því búið að missa hana niður í lokin. Kevin Garnett skoraði 16 stig fyrir Boston og Rajon Rondo var með 14 stig og 7 stoðsendingar.Tony Parker skoraði 24 stig og Tim Duncan var með 19 stig og 14 fráköst þegar San Antonio Spurs vann 94-82 útisigur á Utah Jazz en þetta var níundi sigur liðsins í röð. Duncan bætti stigamet David Robinson hjá San Antonio í þessum leik. Deron Williams skoraði 23 stig fyrir Utah.David West var með 34 stig þegar New Orleans Hornets vann 108-101 sigur á Cleveland Cavaliers á heimavelli. Chris Paul var með 15 stig, 10 stoðsendingar og 6 stolna bolta og Marco Belinelli bætti við 20 stigum. New Orleans hefur unnið 10 af fyrstu 11 leikjum sínum á tímabilinu. Antawn Jamison skoraði 20 stig fyrir Cleveland.Kobe Bryant var með 23 stig og 8 fráköst í 112-95 sigri Los Angeles Lakers á Minnesota Timberwolves. Matt Barnes var þó stigahæstur með 24 stig en hann hitti úr öllum 7 skotum sínum í leiknum. Darko Milicic var með 23 stig, 16 fráköst og 6 varin hjá Minnesota og Michael Beasley bætti við 25 stigum og 10 fráköstum.LeBron James skoraði 32 stig og Chris Bosh var með 22 stig og 14 fráköst þegar Miami vann 95-87 heimasigur á Charlotte Bobcats. Dwyane Wade spilaði veikur en var með 11 stig. Miami var komið með góða forustu í fyrri hálfleik en Charlotte kom til baka í þeim seinni. Stephen Jackson skoraði 30 stig fyrir Charlotte.Derrick Rose skoraði 22 stig og Taj Gibson var með 17 stig og 18 fráköst þegar Chicago Bulls vann 88-83 útisigur á Dallas Mavericks. Chicago var 12 stigum undir í þriðja leikhluta en kom til baka. Joakim Noah var með 10 stig og 17 fráköst fyrir Bulls-liðið og Kyle Korver skoraði 14 stig. Dirk Nowitzki var með 36 stig fyrir Dallas en fékk ekki mikla hjálp því Caron Butler kom næstur með 12 stig.Raymond Felton átti sannkallan stórleik þegar New York Knicks vann 125-119 sigur á Golden State Warriors. Felton var með 35 stig og 11 stoðsendingar en hann hitti úr 13 af 17 skotum sínum í leiknum. Amare Stoudemire bætti við 26 stigum og 11 fráköstum en hjá Golden State var Monta Ellis með 40 stig og Stephen Curry skoraði 29 stig og gaf 8 stoðsendingar.Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt: Boston Celtics-Oklahoma City Thunder 84-89 Philadelphia 76ers-Milwaukee Bucks 90-79 Toronto Raptors-Houston Rockets 106-96 Washington Wizards-Memphis Grizzlies 89-86 Miami Heat-Charlotte Bobcats 95-87 Minnesota Timberwolves-Los Angeles Lakers 95-112 New Orleans Hornets-Cleveland Cavaliers 108-101 Utah Jazz-San Antonio Spurs 82-94 Dallas Mavericks-Chicago Bulls 83-88 Sacramento Kings-New Jersey Nets 86-81 Golden State Warriors-New York Knicks 119-125
NBA Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Fleiri fréttir Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Sjá meira