Lekinn reynist meiri 21. maí 2010 01:00 Olía brennd á Mexíkóflóa Óttast er að olían berist í auknum mæli inn á viðkvæm votlendi við strendur Mexíkóflóa.nordicphotos/AFP Olíufélagið BP hefur viðurkennt að olíulekinn í Mexíkóflóa sé meiri en fyrirtækið hefur hingað til gefið upp. Olía hefur nú borist upp á votlendið við strendur Louisiana, auk þess sem hún er byrjuð að berast út í hafstrauma sem flytja hana út á opið haf austur með Flórídaskaga. Mark Proegler, talsmaður fyrirtækisins, segir að inn í olíurör sem sett var inn í opna olíuleiðslu um helgina streymi nú um fimm þúsund tunnur af olíu á dag. Þetta er einungis hluti af lekanum, en til þessa hefur fyrirtækið haldið því fram að heildarlekinn nemi fimm þúsund tunnum á dag. Bandaríkjastjórn hefur verið gagnrýnd fyrir að treysta um of á upplýsingar frá BP. Ken Salazaar innanríkisráðherra sagði í gær að stjórnin muni nú láta eigin vísindamenn kanna lekamagnið. Reynt hefur verið að hamla útbreiðslu olíunnar með flotgirðingum og með því að safna saman olíu og brenna hana undir eftirliti. Um helgina á að reyna að stöðva lekann með því að pumpa þungri leðju og síðan steinsteypu ofan á olíuleiðsluna á hafsbotni. Olía tók að streyma út í hafið eftir að sprenging varð í olíuborpalli fyrir mánuði. Ellefu manns fórust. Til þessa hefur að mestu tekist að koma í veg fyrir að olían berist á land, en nú í vikunni fannst nokkurt magn suðaustast í Louisiana. Bobby Jindal ríkisstjóri sagði að þetta væri aðeins útjaðar lekans, sem gæti valdið gríðarlegu tjóni í viðkvæmu lífríki votlendisins við ósa Mississippifljótsins. Þar eru fágætar dýra- og fuglategundir auk fjölskrúðugs sjávarlífs sem nú er stofnað í hættu. gudsteinn@frettabladid.is Erlent Fréttir Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Fleiri fréttir Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Sjá meira
Olíufélagið BP hefur viðurkennt að olíulekinn í Mexíkóflóa sé meiri en fyrirtækið hefur hingað til gefið upp. Olía hefur nú borist upp á votlendið við strendur Louisiana, auk þess sem hún er byrjuð að berast út í hafstrauma sem flytja hana út á opið haf austur með Flórídaskaga. Mark Proegler, talsmaður fyrirtækisins, segir að inn í olíurör sem sett var inn í opna olíuleiðslu um helgina streymi nú um fimm þúsund tunnur af olíu á dag. Þetta er einungis hluti af lekanum, en til þessa hefur fyrirtækið haldið því fram að heildarlekinn nemi fimm þúsund tunnum á dag. Bandaríkjastjórn hefur verið gagnrýnd fyrir að treysta um of á upplýsingar frá BP. Ken Salazaar innanríkisráðherra sagði í gær að stjórnin muni nú láta eigin vísindamenn kanna lekamagnið. Reynt hefur verið að hamla útbreiðslu olíunnar með flotgirðingum og með því að safna saman olíu og brenna hana undir eftirliti. Um helgina á að reyna að stöðva lekann með því að pumpa þungri leðju og síðan steinsteypu ofan á olíuleiðsluna á hafsbotni. Olía tók að streyma út í hafið eftir að sprenging varð í olíuborpalli fyrir mánuði. Ellefu manns fórust. Til þessa hefur að mestu tekist að koma í veg fyrir að olían berist á land, en nú í vikunni fannst nokkurt magn suðaustast í Louisiana. Bobby Jindal ríkisstjóri sagði að þetta væri aðeins útjaðar lekans, sem gæti valdið gríðarlegu tjóni í viðkvæmu lífríki votlendisins við ósa Mississippifljótsins. Þar eru fágætar dýra- og fuglategundir auk fjölskrúðugs sjávarlífs sem nú er stofnað í hættu. gudsteinn@frettabladid.is
Erlent Fréttir Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Fleiri fréttir Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Sjá meira