Grunaður um að hafa stolið gögnum frá vinnuveitanda 2. febrúar 2010 06:00 Fréttablaðið/Arnþór Piltur á átjánda aldursári hefur verið yfirheyrður hjá lögreglu grunaður um að hafa stolið trúnaðargögnum frá Gunnari Gunnarssyni lögfræðingi. Gögnin varða fyrirtæki og einstaklinga sem lögfræðingurinn hefur starfað fyrir, þar á meðal Milestone og eigendur þess fyrirtækis, Karl og Steingrím Wernerssyni, auk tengdra félaga. Þá var meðal gagnanna að finna upplýsingar um fótboltamanninn Eið Smára Guðjohnsen. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir að mál sem varðar þjófnað á tölvugögnum sé til rannsóknar hjá embættinu, en sú rannsókn sé á frumstigi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins réði Gunnar piltinn til þess að aðstoða við uppsetningu tölvukerfa og sinna tölvuöryggi, en pilturinn titlar sig kerfisstjóra í símaskrá. Í gegnum þau störf mun hann hafa komist yfir öryggiskóða gamalla starfsmanna og notaði þá til þess að fara að næturlagi inn í höfuðstöðvar Milestone við Suðurlandsbraut og viða þar að sér gögnum. Ekki liggur fyrir hversu víða um húsið pilturinn komst inn, en þar eru fleiri fyrirtæki tengd Milestone, svo sem Askar Capital. Benedikt Árnason, forstjóri Aska Capital, segir engin merki um að farið hafi verið í tölvur eða tölvukerfi þar. Pilturinn sendi undir lok desember fyrirspurnir á einhverja fjölmiðla um hvort þeir hefðu áhuga á að kaupa gögnin. Þar á meðal er fréttastofa Stöðvar 2, sem neitaði að greiða fyrir þau. Þeir sem til þekkja segja hins vegar nær öruggt að fréttir sem birst hafi í DV síðustu vikur af málefnum eigenda Milestone og um fjármál Eiðs Smára Guðjohnsen byggist á stolnu gögnunum. Eiður hefur kært ritstjóra DV og blaðamann blaðsins fyrir umfjöllunina. Lesa má úr skjámyndinni sem pilturinn sendi Stöð 2 heiti á tölvumöppum. Þar á meðal eru möppur sem heita Flugskýlið, Milestone ehf., Moderna Finance AB, Máttur ehf., Sjóvá, Skeggi ehf., Vafningur, L&H eignarhaldsfélag, auk mappna sem varða önnur félög, samninga og trúnaðargögn. Þá er sérmappa sem ber heitið Steingrímur og vísar væntanlega til Steingríms Wernerssonar. Reynir Traustason, ritstjóri DV, segir blaðið hafa og halda áfram að fjalla ítarlega um málefni útrásarvíkinga. Hann muni hins vegar ekki tjá sig um hvaðan upplýsingar sem blaðið byggi fréttir sínar á séu komnar. Ekki hefur náðst í Gunnar Gunnarsson lögfræðing. Þá vildu foreldrar piltsins ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað í gær. olikr@frettabladid.is Vafningsmálið Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Piltur á átjánda aldursári hefur verið yfirheyrður hjá lögreglu grunaður um að hafa stolið trúnaðargögnum frá Gunnari Gunnarssyni lögfræðingi. Gögnin varða fyrirtæki og einstaklinga sem lögfræðingurinn hefur starfað fyrir, þar á meðal Milestone og eigendur þess fyrirtækis, Karl og Steingrím Wernerssyni, auk tengdra félaga. Þá var meðal gagnanna að finna upplýsingar um fótboltamanninn Eið Smára Guðjohnsen. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir að mál sem varðar þjófnað á tölvugögnum sé til rannsóknar hjá embættinu, en sú rannsókn sé á frumstigi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins réði Gunnar piltinn til þess að aðstoða við uppsetningu tölvukerfa og sinna tölvuöryggi, en pilturinn titlar sig kerfisstjóra í símaskrá. Í gegnum þau störf mun hann hafa komist yfir öryggiskóða gamalla starfsmanna og notaði þá til þess að fara að næturlagi inn í höfuðstöðvar Milestone við Suðurlandsbraut og viða þar að sér gögnum. Ekki liggur fyrir hversu víða um húsið pilturinn komst inn, en þar eru fleiri fyrirtæki tengd Milestone, svo sem Askar Capital. Benedikt Árnason, forstjóri Aska Capital, segir engin merki um að farið hafi verið í tölvur eða tölvukerfi þar. Pilturinn sendi undir lok desember fyrirspurnir á einhverja fjölmiðla um hvort þeir hefðu áhuga á að kaupa gögnin. Þar á meðal er fréttastofa Stöðvar 2, sem neitaði að greiða fyrir þau. Þeir sem til þekkja segja hins vegar nær öruggt að fréttir sem birst hafi í DV síðustu vikur af málefnum eigenda Milestone og um fjármál Eiðs Smára Guðjohnsen byggist á stolnu gögnunum. Eiður hefur kært ritstjóra DV og blaðamann blaðsins fyrir umfjöllunina. Lesa má úr skjámyndinni sem pilturinn sendi Stöð 2 heiti á tölvumöppum. Þar á meðal eru möppur sem heita Flugskýlið, Milestone ehf., Moderna Finance AB, Máttur ehf., Sjóvá, Skeggi ehf., Vafningur, L&H eignarhaldsfélag, auk mappna sem varða önnur félög, samninga og trúnaðargögn. Þá er sérmappa sem ber heitið Steingrímur og vísar væntanlega til Steingríms Wernerssonar. Reynir Traustason, ritstjóri DV, segir blaðið hafa og halda áfram að fjalla ítarlega um málefni útrásarvíkinga. Hann muni hins vegar ekki tjá sig um hvaðan upplýsingar sem blaðið byggi fréttir sínar á séu komnar. Ekki hefur náðst í Gunnar Gunnarsson lögfræðing. Þá vildu foreldrar piltsins ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað í gær. olikr@frettabladid.is
Vafningsmálið Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira