Körfubolti

NBA í nótt: Toronto vann Boston

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Leikmenn Toronto fagna í nótt.
Leikmenn Toronto fagna í nótt. Mynd/AP

Toronto vann í nótt góðan sigur á Boston í nótt er fjórir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta.

Toronto vann nauman sigur, 102-101, þar sem Amir Johnson tryggði sínum mönnum sigurinn með því að setja niður tvö vítaköst þegar tæplega þrjár sekúndur voru til leiksloka.

Boston fékk því nauman tíma til að reyna að tryggja sér sigurinn en Paul Pierce náði ekki að skora úr skoti sínu um leið og leiktíminn rann út.

Andrea Bargnani skoraði 29 stig fyrir Toronto og Johnson var með sautján stig og ellefu fráköst. Sonny Weems var með sextán stig.

Hjá Boston var Nate Robinson stigahæstur með 22 stig og þeir Pierce og Ray Allen voru með nítján hver. Rajon Rondo var fjarverandi vegna meiðsla.

LA Lakers vann Golden State, 117-89. Pau Gasol var með 28 stig og hitti reyndar úr öllum skotum sínum í leiknum. Kobe Bryant kom næstur með 20 stig.

New Orleans vann Sacramento, 75-71. David West var með sautján stig og Trevor Ariza sextán fyrir New Orleans sem hefur unnið ellefu af fyrstu tólf leikjum sínum í deildinni.

Detroit vann Washington, 115-110, í framlengdum leik. Richard Hamilton skoraði 27 stig í leiknum, þar af tólf í framlengingunni.

Staðan í deildinni.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×