Gylfa skorti tíma til að kynna sér málið 20. ágúst 2010 05:45 Gylfi Magnússon Viðskiptaráðherra biðst velvirðingar á því að þurft hafi að leiðrétta orð hans í viðtali RÚV. Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra segist ekki hafa haft nægan tíma að kynna sér feril minnisblaðamálsins þegar hann sagði í Kastljósþætti RÚV, 10. ágúst, að þann 1. júlí hefði hann ekki vitað af vinnu Seðlabankans um lögmæti gengistryggingar. „Fyrir viðtalið við Kastljós 10. ágúst hafði ég aðeins skamman tíma til að kynna mér feril málsins vorið og sumarið 2009 en sú tímalína skýrðist betur eftir því sem leið á vikuna,“ segir Gylfi í tölvupósti. Ráðherrann var munnlega upplýstur seint í júní um að Seðlabankinn hefði látið Lex vinna minnisblað um verðtryggingu. Hann segir að þetta hafi verið kynnt fyrir honum þannig að þau væru lögleg en álitamál væri hvort „sum myntkörfulán“ væru þess háttar lán eða ekki. „Það sem Sigríður Logadóttir bætti við frá Seðlabankanum ber ekki á góma sérstaklega fyrr en um haustið, líklega í ágúst,“ segir Gylfi. Minnisblað Sigríðar fjallar mestanpart um að bannað sé að gengistryggja krónulán. Minnisblað Lex fjallar um heimildir til verðtryggingar í íslenskum krónum. Á RÚV sagði Gylfi að Seðlabanki Íslands þyrfti að svara fyrir það „mjög óvenjulega fyrirkomulag“, að upplýsingarnar voru ekki kynntar fyrir ráðherrum: „Ég frétti ekki af þessari skoðun eða þessari vinnu Seðlabankans fyrr en allnokkru eftir 1. júlí og í raun og veru sá ég ekki þessi álit fyrr en eftir að þau voru gerð opinber núna fyrir örfáum dögum,“ sagði hann þar, 10. ágúst. Þann 14. ágúst sagðist Gylfi svo hér í blaðinu engu hafa verið leyndur, heldur verið fyllilega upplýstur um gang mála. „Ég var upplýstur um hina lagalegu stöðu með minnisblaði ráðuneytisins og þessi óvissa var undirstrikuð í minnisblöðunum öllum, sem aðeins dómstólar geta leitt til lykta. Hina lagalegu óvissu ítrekaði ég um vorið í viðtölum við fjölmiðla, í þinginu í júlí og margoft síðan,“ segir ráðherra. Sem þekkt er hefur Gylfi beðist velvirðingar á svari sínu við fyrirspurn á Alþingi 1. júlí um gengistryggð lán. Spurður hvort hann telji ástæðu til að biðja til dæmis Seðlabanka eða almenning afsökunar vegna ummælanna í Kastljósinu segir hann það „sjálfsagt að biðja alla þá sem málið varðar velvirðingar á því að leiðrétta þurfti upplýsingar sem áður komu fram, eftir að fyllri mynd gafst af atburðarásinni“. klemens@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Sjá meira
Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra segist ekki hafa haft nægan tíma að kynna sér feril minnisblaðamálsins þegar hann sagði í Kastljósþætti RÚV, 10. ágúst, að þann 1. júlí hefði hann ekki vitað af vinnu Seðlabankans um lögmæti gengistryggingar. „Fyrir viðtalið við Kastljós 10. ágúst hafði ég aðeins skamman tíma til að kynna mér feril málsins vorið og sumarið 2009 en sú tímalína skýrðist betur eftir því sem leið á vikuna,“ segir Gylfi í tölvupósti. Ráðherrann var munnlega upplýstur seint í júní um að Seðlabankinn hefði látið Lex vinna minnisblað um verðtryggingu. Hann segir að þetta hafi verið kynnt fyrir honum þannig að þau væru lögleg en álitamál væri hvort „sum myntkörfulán“ væru þess háttar lán eða ekki. „Það sem Sigríður Logadóttir bætti við frá Seðlabankanum ber ekki á góma sérstaklega fyrr en um haustið, líklega í ágúst,“ segir Gylfi. Minnisblað Sigríðar fjallar mestanpart um að bannað sé að gengistryggja krónulán. Minnisblað Lex fjallar um heimildir til verðtryggingar í íslenskum krónum. Á RÚV sagði Gylfi að Seðlabanki Íslands þyrfti að svara fyrir það „mjög óvenjulega fyrirkomulag“, að upplýsingarnar voru ekki kynntar fyrir ráðherrum: „Ég frétti ekki af þessari skoðun eða þessari vinnu Seðlabankans fyrr en allnokkru eftir 1. júlí og í raun og veru sá ég ekki þessi álit fyrr en eftir að þau voru gerð opinber núna fyrir örfáum dögum,“ sagði hann þar, 10. ágúst. Þann 14. ágúst sagðist Gylfi svo hér í blaðinu engu hafa verið leyndur, heldur verið fyllilega upplýstur um gang mála. „Ég var upplýstur um hina lagalegu stöðu með minnisblaði ráðuneytisins og þessi óvissa var undirstrikuð í minnisblöðunum öllum, sem aðeins dómstólar geta leitt til lykta. Hina lagalegu óvissu ítrekaði ég um vorið í viðtölum við fjölmiðla, í þinginu í júlí og margoft síðan,“ segir ráðherra. Sem þekkt er hefur Gylfi beðist velvirðingar á svari sínu við fyrirspurn á Alþingi 1. júlí um gengistryggð lán. Spurður hvort hann telji ástæðu til að biðja til dæmis Seðlabanka eða almenning afsökunar vegna ummælanna í Kastljósinu segir hann það „sjálfsagt að biðja alla þá sem málið varðar velvirðingar á því að leiðrétta þurfti upplýsingar sem áður komu fram, eftir að fyllri mynd gafst af atburðarásinni“. klemens@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Sjá meira