Körfubolti

Hver er þessi Blake Griffin? - tíu troðslur segja meira en mörg orð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Blake Griffin treður hér boltanum í körfuna.
Blake Griffin treður hér boltanum í körfuna. Mynd/AP
Blake Griffin hefur stimplað sig inn í NBA-deildin í körfubolta í vetur og þótt að lítið hafi gengið hjá liði hans Los Angeles Clippers er strákurinn kominn í hóp mest umtöluðu leikmanna deildarinnar.

Ástæðan er meðal annars frábær frammistaða Griffin (21,5 stig, 12,4 fráköst og 3,2 stosðendinar að meðaltali) en ekki síst hver glæsitroðsla hans á fætur annarri. Það er magnað að fylgjast með honum hoppa og troða boltanum á alla mögulega vegu í körfuna ekki síst þar sem að hann hreyfir sig eins og bakvörður þótt að hann sé 208 sentimetrar á hæð.

Það hefur líka enginn leikmaður NBA-deildarinnar troðið boltanum oftar í körfuna á þessu tímabili en troðslur Griffin voru orðnar 75 í fyrstu 32 leikjunum.

Griffin er líka fastagestur í samantektum NBA-deildarinnar yfir flottustu tilþrifin og nú hefur heimasíða deildarinnar tekið saman tíu flottustu troðslur Griffin á tímabilinu til þessa. Það má finna þessa skemmtilegu samantekt með því að smella hér.

Griffin náði því í síðasta leik að ná tvennu í tuttugasta leiknum í röð en því hefur enginn nýliði náð í 40 ár. Griffin hefur ennfremur verið með meira en 20 stig og meira en tíu fráköst í síðustu níu leikjum. Griffin var með 23,0 stig, 13,5 fráköst og 3.9 stoðsendingar að meðaltali í 15 leikjum Clippers í desember.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×