Erlent

Reiðin vex með degi hverjum

Vaðið í olíu Viðkvæmt lífríkið er í mikilli hættu.nordicphotos/AFP
Vaðið í olíu Viðkvæmt lífríkið er í mikilli hættu.nordicphotos/AFP

Þykk olíuleðja lagðist yfir æ stærra svæði af votlendinu við ósa Missippifljóts. Í heilan mánuð hafa íbúar á svæðinu óttast að þetta gerðist.

Vaxandi reiði er vegna þess að ekki hefur enn tekist að stöðva olíulekann frá borpallinum Deepwater Horizon, sem sökk eftir að sprenging varð í honum.

Ásakanir ganga á víxl. Embættismenn í Louisiana kenna alríkisstjórninni í Washington um, Obama forseti beinir spjótum að eftirlitsstofunum en repúblikanar segja að strandgæslan og ríkisstjórnin hefðu getað gert meira.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×