Eldar loguðu um alla borg 20. maí 2010 02:00 Bangkok brennur Forsætisráðherra Taílands sagðist sannfærður um að íkveikjurnar verði hægt að stöðva.nordicphotos/AFP Miklar óeirðir brutust út í Bangkok í gær eftir að herinn hafði knúið leiðtoga mótmælenda til uppgjafar. Eldar loguðu víða í borginni og átökin kostuðu að minnsta kosti sex manns lífið, þar á meðal ítalska ljósmyndarann Fabio Polenghi. Abhisit Vejjajiva forsætisráðherra lýsti yfir útgöngubanni í allri borginni, sem átti að gilda frá átta í gærkvöld til klukkan sex í morgun að staðartíma. Fimmtán ár eru síðan útgöngubanni var síðast lýst yfir í Bangkok. Kveikt var í nærri sautján byggingum, þar á meðal kauphöll borgarinnar, nokkrum bönkum, höfuðstöðvum rafveitunnar og verslunarmiðstöðinni Central World, sem var ein sú stærsta í Suðaustur-Asíu. Einnig brann kvikmyndahús til grunna og eitthvað var um gripdeildir í verslunum. Uppþotin hófust eftir að herinn hafði lagt til atlögu gegn þúsundum rauðklæddra mótmælenda, sem höfðu lagt undir sig nokkrar götur í miðborginni og hafst þar við í nærri tvo mánuði. Herinn réðst til atlögu snemma í gærmorgun og beitti mótmælendur fullri hörku, sem varð til þess að tveir helstu leiðtogar þeirra lýstu yfir uppgjöf síðdegis og gáfu sig á vald lögreglunni. Þeir sögðust með þessu vilja koma í veg fyrir meira mannfall, en átökin undanfarnar vikur hafa kostað um fjörutíu manns lífið. Abhisit forsætisráðherra reyndi að bera sig vel í sjónvarpsávarpi og fullyrti að stjórnin muni ná tökum á ástandinu. Mótmælendurnir krefjast þess að stjórnin segi af sér og boðað verði til þingkosninga sem allra fyrst. Mótmælendur segja stjórnina sitja í skjóli valdaráns hersins haustið 2006 og sé því ekki lögmæt. Rauðklæddu mótmælendurnir eru margir hverjir stuðningsmenn Thaksins Shinawatra, fyrrverandi forsætisráðherra, sem hrakinn var frá völdum í valdaráninu. Aðrir eru fyrst og fremst að krefjast þess að lýðræði verði haft í heiðri. Óeirðir breiddust einnig út til norður- og norðausturhluta landsins, þar sem andstaðan við stjórn Abhisits er sterk. Stjórnin er sökuð um að hygla auðugu valdaklíkunni sem hefur stjórnað landinu meira og minna áratugum saman. gudsteinn@frettabladid.is Erlent Fréttir Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Sjá meira
Miklar óeirðir brutust út í Bangkok í gær eftir að herinn hafði knúið leiðtoga mótmælenda til uppgjafar. Eldar loguðu víða í borginni og átökin kostuðu að minnsta kosti sex manns lífið, þar á meðal ítalska ljósmyndarann Fabio Polenghi. Abhisit Vejjajiva forsætisráðherra lýsti yfir útgöngubanni í allri borginni, sem átti að gilda frá átta í gærkvöld til klukkan sex í morgun að staðartíma. Fimmtán ár eru síðan útgöngubanni var síðast lýst yfir í Bangkok. Kveikt var í nærri sautján byggingum, þar á meðal kauphöll borgarinnar, nokkrum bönkum, höfuðstöðvum rafveitunnar og verslunarmiðstöðinni Central World, sem var ein sú stærsta í Suðaustur-Asíu. Einnig brann kvikmyndahús til grunna og eitthvað var um gripdeildir í verslunum. Uppþotin hófust eftir að herinn hafði lagt til atlögu gegn þúsundum rauðklæddra mótmælenda, sem höfðu lagt undir sig nokkrar götur í miðborginni og hafst þar við í nærri tvo mánuði. Herinn réðst til atlögu snemma í gærmorgun og beitti mótmælendur fullri hörku, sem varð til þess að tveir helstu leiðtogar þeirra lýstu yfir uppgjöf síðdegis og gáfu sig á vald lögreglunni. Þeir sögðust með þessu vilja koma í veg fyrir meira mannfall, en átökin undanfarnar vikur hafa kostað um fjörutíu manns lífið. Abhisit forsætisráðherra reyndi að bera sig vel í sjónvarpsávarpi og fullyrti að stjórnin muni ná tökum á ástandinu. Mótmælendurnir krefjast þess að stjórnin segi af sér og boðað verði til þingkosninga sem allra fyrst. Mótmælendur segja stjórnina sitja í skjóli valdaráns hersins haustið 2006 og sé því ekki lögmæt. Rauðklæddu mótmælendurnir eru margir hverjir stuðningsmenn Thaksins Shinawatra, fyrrverandi forsætisráðherra, sem hrakinn var frá völdum í valdaráninu. Aðrir eru fyrst og fremst að krefjast þess að lýðræði verði haft í heiðri. Óeirðir breiddust einnig út til norður- og norðausturhluta landsins, þar sem andstaðan við stjórn Abhisits er sterk. Stjórnin er sökuð um að hygla auðugu valdaklíkunni sem hefur stjórnað landinu meira og minna áratugum saman. gudsteinn@frettabladid.is
Erlent Fréttir Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Sjá meira