Nýjar valdablokkir munu rísa 29. desember 2010 15:00 Áhrifamiklar valdablokkir hafa verið ráðandi hér með einum eða öðrum hætti um nokkurra áratuga skeið. Segja má að Kolkrabbinn og Smokkfiskurinn, birtingarmyndir Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, hafi ráðið lögum og lofum jafnt í stjórnmálum sem viðskiptalífi í einni eða annarri mynd allt frá því sjálfstæði frá Dönum árið 1944 var enn volgt og fram yfir einkavæðingu Landsbankans og Búnaðarbankans árið 2003. Taugin var reyndar enn römm eftir sölu bankanna enda kaupendurnir hliðhollir flokkunum; í tilviki Landsbankans fylgdi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins með í kaupunum auk þess sem fyrrverandi ráðherra Framsóknarflokksins tók við Búnaðarbankanum úr höndum flokkssystkina sinna. Átta valdahóparJón G. Hauksson, ritstjóri tímaritsins Frjálsrar verslunar, fann átta valdahópa í greiningu sinni á valdablokkum landsins árið 2003. Hóparnir tengdust bæði gömlu klíkunum og þeim sem höfðu verið að líta dagsins ljós í smásöluverslun og fjármálageiranum eftir einkavæðingu bankanna auk lífeyrissjóða landsins sem féllu í eina valdablokk viðskiptalífsins. Niðurstöður rannsóknar Bryndísar Ísfoldar Hlöðversdóttur á valdablokkunum fjórum árum síðar bentu til töluverðra tengsla á milli eldri og nýrri hópa. Bryndísi taldist til að árið 2003 hefðu 23 einstaklingar, sem allt voru karlmenn, tilheyrt valdablokkinni. Fjórum árum síðar hefðu 16 þeirra setið í stjórnum stærstu fyrirtækja landsins. Valdablokkir fallaFlestir þeirra sem Fréttablaðið hefur rætt við eru sammála um að valdablokkirnar hafi að mestu hrunið til grunna með falli bankanna og uppgjörsins sem fylgdi í kjölfar stjórnarslita í upphafi árs 2009. Þeir sem hafi komið við sögu í gegnum árin hafi tapað gífurlegum fjármunum, vinni að því hörðum höndum að halda því litla sem eftir standi á meðan aðrir séu undir smásjá yfirvalda vegna gruns um misferli. Þá hefur hluti valdaklíkunnar fyrrverandi ekki talið sér vært hér á landi og farið utan. Þótt viðmælendur Fréttablaðsins séu ekki á einu máli um það hvar völdin liggi í dag eru þeir sammála um að rykið hafi enn ekki sest eftir hrunið, fulltrúar fyrrverandi valdablokka klóri í bakkann en muni líklega ekki hafa erindi sem erfiði. Vald þeirra heyri til tíma sem sé að líða undir lok og að nýir valdhafar muni taka við. Hverjir það verði sé ekki gott að segja. Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
Áhrifamiklar valdablokkir hafa verið ráðandi hér með einum eða öðrum hætti um nokkurra áratuga skeið. Segja má að Kolkrabbinn og Smokkfiskurinn, birtingarmyndir Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, hafi ráðið lögum og lofum jafnt í stjórnmálum sem viðskiptalífi í einni eða annarri mynd allt frá því sjálfstæði frá Dönum árið 1944 var enn volgt og fram yfir einkavæðingu Landsbankans og Búnaðarbankans árið 2003. Taugin var reyndar enn römm eftir sölu bankanna enda kaupendurnir hliðhollir flokkunum; í tilviki Landsbankans fylgdi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins með í kaupunum auk þess sem fyrrverandi ráðherra Framsóknarflokksins tók við Búnaðarbankanum úr höndum flokkssystkina sinna. Átta valdahóparJón G. Hauksson, ritstjóri tímaritsins Frjálsrar verslunar, fann átta valdahópa í greiningu sinni á valdablokkum landsins árið 2003. Hóparnir tengdust bæði gömlu klíkunum og þeim sem höfðu verið að líta dagsins ljós í smásöluverslun og fjármálageiranum eftir einkavæðingu bankanna auk lífeyrissjóða landsins sem féllu í eina valdablokk viðskiptalífsins. Niðurstöður rannsóknar Bryndísar Ísfoldar Hlöðversdóttur á valdablokkunum fjórum árum síðar bentu til töluverðra tengsla á milli eldri og nýrri hópa. Bryndísi taldist til að árið 2003 hefðu 23 einstaklingar, sem allt voru karlmenn, tilheyrt valdablokkinni. Fjórum árum síðar hefðu 16 þeirra setið í stjórnum stærstu fyrirtækja landsins. Valdablokkir fallaFlestir þeirra sem Fréttablaðið hefur rætt við eru sammála um að valdablokkirnar hafi að mestu hrunið til grunna með falli bankanna og uppgjörsins sem fylgdi í kjölfar stjórnarslita í upphafi árs 2009. Þeir sem hafi komið við sögu í gegnum árin hafi tapað gífurlegum fjármunum, vinni að því hörðum höndum að halda því litla sem eftir standi á meðan aðrir séu undir smásjá yfirvalda vegna gruns um misferli. Þá hefur hluti valdaklíkunnar fyrrverandi ekki talið sér vært hér á landi og farið utan. Þótt viðmælendur Fréttablaðsins séu ekki á einu máli um það hvar völdin liggi í dag eru þeir sammála um að rykið hafi enn ekki sest eftir hrunið, fulltrúar fyrrverandi valdablokka klóri í bakkann en muni líklega ekki hafa erindi sem erfiði. Vald þeirra heyri til tíma sem sé að líða undir lok og að nýir valdhafar muni taka við. Hverjir það verði sé ekki gott að segja.
Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira