Fágað og fallegt 17. október 2010 19:28 Systurnar í Einveru, Rebekka og Katrín Alda, fagna því að nýja fatalínan þeirra er komin í hús. Línan nefnist Hvörf eftir Kalda. Fréttablaðið/Stefán Fatamerkið Kalda hefur sent frá sér nýja fatalínu sem ber nafnið Hvörf. Katrín Alda Rafnsdóttir hönnuðurinn lýsir línunni sem fágaðri og kvenlegri. „Þegar ég var að hanna þessa línu datt ég í svona leðurólaþema. Það gerðist alveg óvart og má eiginlega segja að ég hafi misst mig aðeins. Þurfti að eiginlega að stoppa mig af," segir Katrín Alda. Rebekku, systur hennar, sem stendur líka að baki fatalíunnar, leist ekki á blikuna á tímabili og þurfti að minna Katrínu á að hún væri ekki að hanna búninga fyrir bláar myndir. „Þessi leðurólapæling var aldrei neitt djúp, en þó hugmynd sem leiddi út í heila fatalínu."Ásamt því að hanna saman, reka systurnar búðina Einveru þar sem Kalda-fatalínan fæst í bland við aðrar útvaldar vörur. Nýja línan kom í búðir í gær og var Katrín Alda spennt yfir viðtökunum.„Þessi lína er frábrugðin hinni að því leyti að ég er að nota fínni efni á borð við silki, viskós og þunna ull til að vega upp á móti þessum grófu leðurólum," segir Katrín Alda en hún er nýkomin frá London þar sem hún tók þátt í eins konar kynningarviðburði fyrir unga hönnuði.„Það gekk mjög vel úti og við erum að fara með merkið til Stokkhólms í lok mánaðarins og stefnum á að reyna að selja eitthvað af nýju línunni út."Línan Hvörf eftir Kalda er komin í verslunina Einveru og eru flíkurnar á verðbilinu 15.900 til 39.900 krónur. - áp Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Tónlist Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira
Fatamerkið Kalda hefur sent frá sér nýja fatalínu sem ber nafnið Hvörf. Katrín Alda Rafnsdóttir hönnuðurinn lýsir línunni sem fágaðri og kvenlegri. „Þegar ég var að hanna þessa línu datt ég í svona leðurólaþema. Það gerðist alveg óvart og má eiginlega segja að ég hafi misst mig aðeins. Þurfti að eiginlega að stoppa mig af," segir Katrín Alda. Rebekku, systur hennar, sem stendur líka að baki fatalíunnar, leist ekki á blikuna á tímabili og þurfti að minna Katrínu á að hún væri ekki að hanna búninga fyrir bláar myndir. „Þessi leðurólapæling var aldrei neitt djúp, en þó hugmynd sem leiddi út í heila fatalínu."Ásamt því að hanna saman, reka systurnar búðina Einveru þar sem Kalda-fatalínan fæst í bland við aðrar útvaldar vörur. Nýja línan kom í búðir í gær og var Katrín Alda spennt yfir viðtökunum.„Þessi lína er frábrugðin hinni að því leyti að ég er að nota fínni efni á borð við silki, viskós og þunna ull til að vega upp á móti þessum grófu leðurólum," segir Katrín Alda en hún er nýkomin frá London þar sem hún tók þátt í eins konar kynningarviðburði fyrir unga hönnuði.„Það gekk mjög vel úti og við erum að fara með merkið til Stokkhólms í lok mánaðarins og stefnum á að reyna að selja eitthvað af nýju línunni út."Línan Hvörf eftir Kalda er komin í verslunina Einveru og eru flíkurnar á verðbilinu 15.900 til 39.900 krónur. - áp
Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Tónlist Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira