Veður og vatnsvernd ráða úrslitum 16. september 2010 02:15 „Það þarf meðal annars að skoða betur hvort það eru veðurfarsleg skilyrði fyrir snjóframleiðslu áður en hægt er að taka afstöðu í málinu," segir Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, formaður bæjarráðs í Hafnarfirði, um þá hugmynd að styrkja rekstur skíðasvæðanna í Bláfjöllum og Skálafelli með snjóframleiðslu. Tólf sveitarfélög eiga aðild að Skíðasvæðum höfuðborgarsvæðisins sem lagt hafa fram kostnaðaráætlun upp á samtals 768 milljónir vegna fyrirhugaðrar framleiðslu á snjó. Stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) ræddi málið á fundi í ágúst. Í ályktun stjórnarinnar var meðal annars vísað til þess að heilbrigðisnefnd treystir sér ekki að svo stöddu til að samþykkja snjóframleiðsluna fyrir sitt leyti vegna mögulegra áhrifa hennar á vatnsból. Í minnisblaði sem lagt var fyrir stjórn SSH voru útlistaðar niðurstöður athugana á gögnum úr veðurstöð í Bláfjöllum á fimm ára tímabili. Kannaðir voru möguleikar á snjóframleiðslu að teknu tilliti til hitastigs og vindhraða. „Mjög góðar framleiðsluaðstæður eru til staðar til að framleiða nothæft lag allt að 6 sinnum yfir veturinn að jafnaði," segir meðal annars í minnisblaðinu. Stjórn SSH segir hins vegar að „þétta" þurfi mat á veðurfarslegum upplýsingum. Sömuleiðis mat á „mögulegum ávinningi við að ráðast í þá fjárfestingu sem tillaga stjórnar skíðasvæðanna felur í sér". - gar Fréttir Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
„Það þarf meðal annars að skoða betur hvort það eru veðurfarsleg skilyrði fyrir snjóframleiðslu áður en hægt er að taka afstöðu í málinu," segir Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, formaður bæjarráðs í Hafnarfirði, um þá hugmynd að styrkja rekstur skíðasvæðanna í Bláfjöllum og Skálafelli með snjóframleiðslu. Tólf sveitarfélög eiga aðild að Skíðasvæðum höfuðborgarsvæðisins sem lagt hafa fram kostnaðaráætlun upp á samtals 768 milljónir vegna fyrirhugaðrar framleiðslu á snjó. Stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) ræddi málið á fundi í ágúst. Í ályktun stjórnarinnar var meðal annars vísað til þess að heilbrigðisnefnd treystir sér ekki að svo stöddu til að samþykkja snjóframleiðsluna fyrir sitt leyti vegna mögulegra áhrifa hennar á vatnsból. Í minnisblaði sem lagt var fyrir stjórn SSH voru útlistaðar niðurstöður athugana á gögnum úr veðurstöð í Bláfjöllum á fimm ára tímabili. Kannaðir voru möguleikar á snjóframleiðslu að teknu tilliti til hitastigs og vindhraða. „Mjög góðar framleiðsluaðstæður eru til staðar til að framleiða nothæft lag allt að 6 sinnum yfir veturinn að jafnaði," segir meðal annars í minnisblaðinu. Stjórn SSH segir hins vegar að „þétta" þurfi mat á veðurfarslegum upplýsingum. Sömuleiðis mat á „mögulegum ávinningi við að ráðast í þá fjárfestingu sem tillaga stjórnar skíðasvæðanna felur í sér". - gar
Fréttir Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira