Afla á ríkissjóði aukinna tekna með nýjum, hærri og breyttum sköttum 2. október 2010 03:00 Steingrímur J. Sigfússon. Taka á upp bankaskatt, hækka fjármagns-, fyrirtækja- og erfðafjárskatt og breyta ýmsum öðrum sköttum og opinberum gjöldum til að afla ríkissjóði ellefu milljarða í nýjar tekjur á næsta ári. Ekki á að hrófla við tekjuskatti, virðisaukaskatti eða tryggingagjaldi. Áætlað er að heildartekjur ríkissjóðs verði 477 milljarðar á næsta ári, og aukist um rúma 24 milljarða frá þessu ári, að frátöldum óreglulegum liðum. Bankaskatturinn verður innleiddur að bresk-sænskri fyrirmynd með sambærilegum skatthlutföllum og þar tíðkast. Erfðafjárskatturinn verður tvöfaldaður, en frítekjumarkið verður hækkað í leiðinni. „Við erum með einhvern lægsta og flatasta erfðafjárskatt sem finnst á byggðu bóli og teljum ekki óeðlilegt að hann sé færður eitthvað upp í áttina að því sem gerist í öðrum löndum þar sem hann er lægstur," sagði Steingrímur við kynningu fjárlaganna í gær. Þá stendur til að breyta útfærslu auðlegðarskatts, - eignaskatts á stóreignafólk - hlutfall hans og afmörkun fjárhæða. Ná á 1,3 milljörðum í auknar tekjur með breytingum á áfengis- og tóbaksgjaldi og jafnvel einnig fyrirkomulagi fríhafnarverslunar. Farið verður í kerfisbreytingar á bifreiðagjöldum sem miða að því að færa alla skattlagningu yfir á losun. Breytingin mun skila lítilsháttar tekjuaukningu, en Steingrímur segir að sjónarmið um kerfisbreytingu búi einkum að baki. Að síðustu fær fólk heimild til úttektar úr séreignarsjóðum og þarf að greiða tekjuskatt af þeim úttektum. Áætlað er að það skili ríkissjóði þremur milljörðum. Fréttir Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Erlent Fleiri fréttir Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Sjá meira
Taka á upp bankaskatt, hækka fjármagns-, fyrirtækja- og erfðafjárskatt og breyta ýmsum öðrum sköttum og opinberum gjöldum til að afla ríkissjóði ellefu milljarða í nýjar tekjur á næsta ári. Ekki á að hrófla við tekjuskatti, virðisaukaskatti eða tryggingagjaldi. Áætlað er að heildartekjur ríkissjóðs verði 477 milljarðar á næsta ári, og aukist um rúma 24 milljarða frá þessu ári, að frátöldum óreglulegum liðum. Bankaskatturinn verður innleiddur að bresk-sænskri fyrirmynd með sambærilegum skatthlutföllum og þar tíðkast. Erfðafjárskatturinn verður tvöfaldaður, en frítekjumarkið verður hækkað í leiðinni. „Við erum með einhvern lægsta og flatasta erfðafjárskatt sem finnst á byggðu bóli og teljum ekki óeðlilegt að hann sé færður eitthvað upp í áttina að því sem gerist í öðrum löndum þar sem hann er lægstur," sagði Steingrímur við kynningu fjárlaganna í gær. Þá stendur til að breyta útfærslu auðlegðarskatts, - eignaskatts á stóreignafólk - hlutfall hans og afmörkun fjárhæða. Ná á 1,3 milljörðum í auknar tekjur með breytingum á áfengis- og tóbaksgjaldi og jafnvel einnig fyrirkomulagi fríhafnarverslunar. Farið verður í kerfisbreytingar á bifreiðagjöldum sem miða að því að færa alla skattlagningu yfir á losun. Breytingin mun skila lítilsháttar tekjuaukningu, en Steingrímur segir að sjónarmið um kerfisbreytingu búi einkum að baki. Að síðustu fær fólk heimild til úttektar úr séreignarsjóðum og þarf að greiða tekjuskatt af þeim úttektum. Áætlað er að það skili ríkissjóði þremur milljörðum.
Fréttir Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Erlent Fleiri fréttir Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Sjá meira