Pétur Gautur: Ekkert stress á aðfangadagskvöld 1. janúar 2010 00:01 Meðfylgjandi má sjá myndir sem teknar voru á vinnustofu Péturs þegar hann var með opið hús um helgina og af fallega garðinum hans. Á laugardaginn var listamaðurinn Pétur Gautur með „opið hús" á vinnustofunni sinni í tíunda sinn. Að því tilefni höfðum við samband við hann og spurðum meðal annars út í jólahaldið hjá honum. „Að venju kom hin frábæra Kristjana Stefánsdóttir og meistari Agnar Már píanóleikari á svæðið og djössuðu alla inn í rétta jólagírinn," svarar Pétur aðspurður út í teitið. „Að venju kom hin frábæra Kristjana Stefánsdóttir og meistari Agnar Már píanóleikari á svæðið og djössuðu alla inn í rétta jólagírinn." „Þessi „opnu hús" eru orðin einskonar jólaboð okkar hjóna þar sem stórfjölskyldan mætir, vinir og bara allir þeir sem vilja eiga góða stund með myndlist, glöggi og jazzi," segir hann. Garðurinn ykkar er fallega skreyttur. Má ég spyrja hvernig stendur á því? „Ég er svo heppinn að eiga frábæra eiginkonu sem er landslagsarkitekt og er með mjög góðan og fágaðan smekk," segir Pétur og heldur áfram:„Hún hefur hannað alveg frábæran garð við húsið okkar í Hafnarfirði en góður garður er ekki bara fallegur yfir sumartímann, heldur á öllum árstímum og því er alltaf mikið gert úr jólunum hjá okkur."„Hún hefur hannað alveg frábæran garð við húsið okkar í Hafnarfirði en góður garður er ekki bara fallegur yfir sumartímann, heldur á öllum árstímum og því er alltaf mikið gert úr jólunum hjá okkur og garðurinn því skreyttur í bak og fyrir, enda erum við mikið stemmingsfólk."„Samt pössum við okkur að fara ekki yfir strikið. Engin hreindýr eða jólasveinar eða amrerískt skraut, það er bara ekki við," bætir hann við.„Samt pössum við okkur að fara ekki yfir strikið. Engin hreindýr eða jólasveinar eða amrerískt skraut, það er bara ekki við."Hvernig er jólahaldið hjá ykkur? „Fyrir nokkrum árum ákváðum við skötuhjúin að halda okkar eigin jól með börnumum okkar þremur, búa til okkar eigin jólastemmingu, okkar eigin jólasiði."„Og það var eiginlega gert með því að halda til haga það besta frá bernsku-jólum okkar beggja. Konan mín er alin upp við rjúpur en ég við hamborgarahrygg, svo við höfum bæði."Vinnustofa Péturs.„Reyndar er ég löngu kominn yfir í rjúpurnar og einnig eldri sonur okkar líka sem er frábært, enda er hann mikill matgæðingur, en dóttirin og yngri sonurinn meira fyrir hamborgarahrygginn ennþá."„Síðan eru pakkarnir opnaðir og þá er reglan að bara einn pakki er opnaður í einu og hinir horfa á enda ekkert stress á aðfangadagskvöldi og hver gjöf fær að njóta sín."„Konan mín er alin upp við rjúpur en ég við hamborgarahrygg - svo við höfum bæði."„Aðfangadagskvöldinu líkur síðan í Hafnarfirðinum þegar krakkarnir eru farnir að sofa."„Þá er kannski tappi dreginn úr góðri flösku og síðan veltum við hjónin okkur upp úr minningum liðinna ára um leið við opnum jólakortin frá vinum og vandamönnum," segir Pétur að lokum.-elly@365.isSjá myndir í myndasafni.Hér má skoða heimasíðu Péturs sem verður á vinnustofunni klukkan 16 - 18 alla daga fram að jólum. Jólafréttir Mest lesið Steiktar rjúpubringur á kremuðu grænkáli með bláberjum og gráðosti Jól Gyðingakökur Jól Smákökurnar slógu í gegn Jól Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Ljúffengar jólakræsingar Jól Jólahlaðborð á sænska vísu Jól Súkkulaði- kókoskökur Jól Fylltar kalkúnabringur Jólin Jóladagatal Vísis: Þegar upp úr sauð hjá Árna Johnsen og Rottweilerhundunum Jólin Brotið blað um jól Jólin
Á laugardaginn var listamaðurinn Pétur Gautur með „opið hús" á vinnustofunni sinni í tíunda sinn. Að því tilefni höfðum við samband við hann og spurðum meðal annars út í jólahaldið hjá honum. „Að venju kom hin frábæra Kristjana Stefánsdóttir og meistari Agnar Már píanóleikari á svæðið og djössuðu alla inn í rétta jólagírinn," svarar Pétur aðspurður út í teitið. „Að venju kom hin frábæra Kristjana Stefánsdóttir og meistari Agnar Már píanóleikari á svæðið og djössuðu alla inn í rétta jólagírinn." „Þessi „opnu hús" eru orðin einskonar jólaboð okkar hjóna þar sem stórfjölskyldan mætir, vinir og bara allir þeir sem vilja eiga góða stund með myndlist, glöggi og jazzi," segir hann. Garðurinn ykkar er fallega skreyttur. Má ég spyrja hvernig stendur á því? „Ég er svo heppinn að eiga frábæra eiginkonu sem er landslagsarkitekt og er með mjög góðan og fágaðan smekk," segir Pétur og heldur áfram:„Hún hefur hannað alveg frábæran garð við húsið okkar í Hafnarfirði en góður garður er ekki bara fallegur yfir sumartímann, heldur á öllum árstímum og því er alltaf mikið gert úr jólunum hjá okkur."„Hún hefur hannað alveg frábæran garð við húsið okkar í Hafnarfirði en góður garður er ekki bara fallegur yfir sumartímann, heldur á öllum árstímum og því er alltaf mikið gert úr jólunum hjá okkur og garðurinn því skreyttur í bak og fyrir, enda erum við mikið stemmingsfólk."„Samt pössum við okkur að fara ekki yfir strikið. Engin hreindýr eða jólasveinar eða amrerískt skraut, það er bara ekki við," bætir hann við.„Samt pössum við okkur að fara ekki yfir strikið. Engin hreindýr eða jólasveinar eða amrerískt skraut, það er bara ekki við."Hvernig er jólahaldið hjá ykkur? „Fyrir nokkrum árum ákváðum við skötuhjúin að halda okkar eigin jól með börnumum okkar þremur, búa til okkar eigin jólastemmingu, okkar eigin jólasiði."„Og það var eiginlega gert með því að halda til haga það besta frá bernsku-jólum okkar beggja. Konan mín er alin upp við rjúpur en ég við hamborgarahrygg, svo við höfum bæði."Vinnustofa Péturs.„Reyndar er ég löngu kominn yfir í rjúpurnar og einnig eldri sonur okkar líka sem er frábært, enda er hann mikill matgæðingur, en dóttirin og yngri sonurinn meira fyrir hamborgarahrygginn ennþá."„Síðan eru pakkarnir opnaðir og þá er reglan að bara einn pakki er opnaður í einu og hinir horfa á enda ekkert stress á aðfangadagskvöldi og hver gjöf fær að njóta sín."„Konan mín er alin upp við rjúpur en ég við hamborgarahrygg - svo við höfum bæði."„Aðfangadagskvöldinu líkur síðan í Hafnarfirðinum þegar krakkarnir eru farnir að sofa."„Þá er kannski tappi dreginn úr góðri flösku og síðan veltum við hjónin okkur upp úr minningum liðinna ára um leið við opnum jólakortin frá vinum og vandamönnum," segir Pétur að lokum.-elly@365.isSjá myndir í myndasafni.Hér má skoða heimasíðu Péturs sem verður á vinnustofunni klukkan 16 - 18 alla daga fram að jólum.
Jólafréttir Mest lesið Steiktar rjúpubringur á kremuðu grænkáli með bláberjum og gráðosti Jól Gyðingakökur Jól Smákökurnar slógu í gegn Jól Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Ljúffengar jólakræsingar Jól Jólahlaðborð á sænska vísu Jól Súkkulaði- kókoskökur Jól Fylltar kalkúnabringur Jólin Jóladagatal Vísis: Þegar upp úr sauð hjá Árna Johnsen og Rottweilerhundunum Jólin Brotið blað um jól Jólin