Körfubolti

Golden State selt fyrir metfé

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Chris Cohan hefur selt NBA-liðið Golden State Warriors fyrir 450 milljónir dollara sem er met. Hinir nýju eigendur eru Joe Lacob, sem á lítinn hluta í Boston Celtics, og Peter Guber, stjórnarformaður Mandalay Entertainment.

Dýrasta salan í NBA-deildinni fyrir þessa sölu var þegar Robert Sarver greiddi 401 milljón dollara fyrir Phoenix Suns.

"Ég er afar spenntur yfir því að fá að stýra þessu sögufræga félagi. Það er draumur að rætast hjá mér," sagði Lacob.

"Peter og ég ætlum að gera við félagið það sem við gerum best. Það er að byggja upp og koma inn með nýjungar. Við ætlum okkur að rífa Warriors aftur upp í hæstu hæðir. Við viljum búa til meistaralið hérna."

Það hefur ekkert gengið hjá Warriors síðustu ár og félagið aðeins einu sinni komist í úrslitakeppnina á síðustu 16 árum.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×