Innlent

Þorgerður Katrín snýr aftur á þing

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi menntamálaráðherra og þingkona Sjálfstæðisflokksins tók sæti á Alþingi í dag. Þorgerður hefur verið í leyfi frá þingstörfum frá því í apríl þegar hún sagði af sér sem varaformaður flokksins og vék af þingi tímabundið.

Á sínum tíma sagði Þorgerður það best fyrir flokkinn að hún léti tímabundið af störfum á meðan þingnefnd fjallaði um rannsóknarskýrslu Alþingis en hún og eiginmaður hennar Kristján Arason komu við sögu í skýrslunni.

Þegar Þorgerður tilkynnti um afsögn sína sagði hún meðal annars að að hún og Kristján hafi gert mistök með því að taka þátt í ríkjandi menningu og viðskiptaháttum bankanna. Þá sagði hún störf hennar sem stjórnmálamanns í aðdraganda hrunsins hafa einkennst af andavaraleysi.

Hún hefur nú snúið aftur til þingstarfa en Forseti Alþingis tilkynnti það við upphaf þingfundar í dag. Óli Björn Kárason hefur gegnt þingmennsku í fjarveru Þorgerðar Katrínar og hverfur hann nú af þingi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×