Ráðning skrifstofustjóra á gráu svæði - Fréttaskýring 19. október 2010 05:30 Skyldur Breytingar á starfi skrifstofustjóra borgarstjóra vekja að mati minnihlutans spurningar um hvort borgarstjóri sé að víkja sér undan starfsskyldum sínum.Fréttablaðið/GVA Hefði meirihlutinn í borginni átt að auglýsa starf skrifstofustjóra borgarstjóra laust til umsóknar þegar starfinu var breytt verulega? Skipulagsbreytingar sem gerðar voru hjá Reykjavíkurborg nýverið eru fráleitt óumdeildar. Í þeim fólst að hlutverk skrifstofustjóra borgarstjóra breyttist umtalsvert, og varð að nokkurskonar staðgengli borgarstjóra. Þrátt fyrir að verulegar breytingar hafi verið gerðar á starfssviði skrifstofustjórans ákvað meirihlutinn að auglýsa starfið ekki laust til umsóknar. Þetta gagnrýndu borgarfulltrúar minnihlutans harðlega. Þeir telja að hér sé raunvörulega um að ræða nýtt starf sem búið sé til, og þar með að eðlilegt væri að auglýsa það laust til umsóknar. Því hafa borgarfulltrúar meirihluta Besta flokksins og Samfylkingarinnar mótmælt. Þeir segja að með þessu sé skrifstofustjóranum tímabundið falið það verkstjórnarhlutverk fyrir hönd borgarstjóra sem borgarritari fór áður með. Trausti Fannar Valsson, lektor í stjórnsýslurétti við lagadeild Háskóla Íslands, segir að almennt auglýsi sveitarfélög stöður sem losni, séu þær ekki beinlínis pólitískar í eðli sínu, eins og gildi um pólitíska aðstoðarmenn. Það sé þó ekki vegna kvaða í lögum, eins og gildir um ríkið, heldur vegna ákvæða í kjarasamningum og samþykktum sveitarfélaga um að auglýsa skuli laus störf. Ekki er alltaf auðvelt að segja til um hvort breytingar á starfi leiða af sér að Reykjavíkurborg eigi að auglýsa starfið laust til umsóknar, segir Trausti. „Almennt má segja að það má ganga töluvert langt í skiplulagsbreytingum, og í því að færa menn milli starfa hjá sama stjórnvaldi," segir Trausti. Hann segir þó varasamt þegar slíkar breytingar séu gerðar til málamynda, til að komast hjá því að auglýsa störfin. „Ef starfi er breytt mikið er í raun verið að búa til nýtt starf, og þar með fara framhjá auglýsingaskyldunni," segir Trausti. Engin bein regla sé um þetta hjá sveitarfélögum, og í málum af þessu tagi sé því alltaf grátt svæði. Hann tekur fram að hann hafi ekki kynnt sér hvaða breytingar hafi verið gerðar á starfi skrifstofustjórans hjá borginni. Því vildi hann ekki tjá sig um hvort þær breytingar séu svo viðamiklar að auglýsa þurfi starfið. Það er þó ekki aðeins starf skrifstofustjóra borgarstjóra sem tekið hefur breytingum. Óumdeilanlega hefur starf Jóns Gnarr borgarstjóra einnig breyst verulega, þar sem skrifstofustjórinn kemur inn á milli borgarstjóra og yfirmanna hjá sviðum borgarinnar á skipuritinu. Minnihluti Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna hefur bent á þetta. Þeir hafa sagt þessar breytingar vekja upp spurningar um hvort borgarstjóri sé að víkja sér undan starfsskyldum sínum. Því hafa fulltrúar meirihlutans hafnað. Þó óljóst sé hvort auglýsa hafi átt starf skrifstofustjórans eru væntanlega allir sammála um að ekki þurfi að auglýsa starf borgarstjórans laust til umsóknar þrátt fyrir breytingar sem verða á starfi hans með breyttu hlutverki skrifstofustjórans. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Hefði meirihlutinn í borginni átt að auglýsa starf skrifstofustjóra borgarstjóra laust til umsóknar þegar starfinu var breytt verulega? Skipulagsbreytingar sem gerðar voru hjá Reykjavíkurborg nýverið eru fráleitt óumdeildar. Í þeim fólst að hlutverk skrifstofustjóra borgarstjóra breyttist umtalsvert, og varð að nokkurskonar staðgengli borgarstjóra. Þrátt fyrir að verulegar breytingar hafi verið gerðar á starfssviði skrifstofustjórans ákvað meirihlutinn að auglýsa starfið ekki laust til umsóknar. Þetta gagnrýndu borgarfulltrúar minnihlutans harðlega. Þeir telja að hér sé raunvörulega um að ræða nýtt starf sem búið sé til, og þar með að eðlilegt væri að auglýsa það laust til umsóknar. Því hafa borgarfulltrúar meirihluta Besta flokksins og Samfylkingarinnar mótmælt. Þeir segja að með þessu sé skrifstofustjóranum tímabundið falið það verkstjórnarhlutverk fyrir hönd borgarstjóra sem borgarritari fór áður með. Trausti Fannar Valsson, lektor í stjórnsýslurétti við lagadeild Háskóla Íslands, segir að almennt auglýsi sveitarfélög stöður sem losni, séu þær ekki beinlínis pólitískar í eðli sínu, eins og gildi um pólitíska aðstoðarmenn. Það sé þó ekki vegna kvaða í lögum, eins og gildir um ríkið, heldur vegna ákvæða í kjarasamningum og samþykktum sveitarfélaga um að auglýsa skuli laus störf. Ekki er alltaf auðvelt að segja til um hvort breytingar á starfi leiða af sér að Reykjavíkurborg eigi að auglýsa starfið laust til umsóknar, segir Trausti. „Almennt má segja að það má ganga töluvert langt í skiplulagsbreytingum, og í því að færa menn milli starfa hjá sama stjórnvaldi," segir Trausti. Hann segir þó varasamt þegar slíkar breytingar séu gerðar til málamynda, til að komast hjá því að auglýsa störfin. „Ef starfi er breytt mikið er í raun verið að búa til nýtt starf, og þar með fara framhjá auglýsingaskyldunni," segir Trausti. Engin bein regla sé um þetta hjá sveitarfélögum, og í málum af þessu tagi sé því alltaf grátt svæði. Hann tekur fram að hann hafi ekki kynnt sér hvaða breytingar hafi verið gerðar á starfi skrifstofustjórans hjá borginni. Því vildi hann ekki tjá sig um hvort þær breytingar séu svo viðamiklar að auglýsa þurfi starfið. Það er þó ekki aðeins starf skrifstofustjóra borgarstjóra sem tekið hefur breytingum. Óumdeilanlega hefur starf Jóns Gnarr borgarstjóra einnig breyst verulega, þar sem skrifstofustjórinn kemur inn á milli borgarstjóra og yfirmanna hjá sviðum borgarinnar á skipuritinu. Minnihluti Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna hefur bent á þetta. Þeir hafa sagt þessar breytingar vekja upp spurningar um hvort borgarstjóri sé að víkja sér undan starfsskyldum sínum. Því hafa fulltrúar meirihlutans hafnað. Þó óljóst sé hvort auglýsa hafi átt starf skrifstofustjórans eru væntanlega allir sammála um að ekki þurfi að auglýsa starf borgarstjórans laust til umsóknar þrátt fyrir breytingar sem verða á starfi hans með breyttu hlutverki skrifstofustjórans. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira