Slitastjórn vill gögn um Iceland Express 20. ágúst 2010 06:00 Flug Flugfélagið Iceland Express hóf flug til New York í Bandaríkjunum í byrjun sumars, eftir að slitastjórn Glitnis stefndi Pálma Haraldssyni og fleirum. Hér sést þota félagsins á Reykjavíkurflugvelli.Fréttablaðið/GVA Pálmi Haraldsson, aðaleigandi Iceland Express, sakar slitastjórn Glitnis um að reyna að afla samkeppnisupplýsinga um starfsemi Iceland Express í Bandaríkjunum í dómsmáli sem höfðað hefur verið fyrir dómstóli í New York. Slitastjórnin hefur meðal annars krafist þess að fá afhent öll samskipti Iceland Express við bandarísk flugmálayfirvöld, samstarfsaðila félagsins í Bandaríkjunum og fleiri aðila. Í yfirlýsingu sem lögmaður Pálma hefur lagt fram hjá dómstólnum í New York er því haldið fram að með afar víðtækri kröfu um upplýsingar sé slitastjórnin einungis að reyna að veiða fram upplýsingar sem nota megi í öðrum mögulegum dómsmálum gegn Pálma eða öðrum. Þess er krafist að dómarinn stöðvi það sem kallað er „veiðiferð“ slitastjórnarinnar. Krafa slitastjórnarinnar um gögn tengd flugi Iceland Express til New York er sérstaklega fordæmd í yfirlýsingu Pálma. Þar er bent á að hvergi sé látið að því liggja í stefnunni að fyrirtækið hafi tengst Glitni á einhvern hátt. Fyrirtækið hafi ekki byrjað að fljúga til New York fyrr en eftir að stefnan hafi verið lögð fram. „Í þessu samhengi er rétt að hafa í huga að Íslandsbanki, arftaki Glitnis, á nærri 47 prósent í Icelandair Group, aðalsamkeppnisaðila Iceland Express, sem gerir kröfu um upplýsingar enn grunsamlegri,“ segir í yfirlýsingunni. Pálmi mótmælir því eins og aðrir sem slitastjórnin hefur stefnt í málinu, að mál þrotabús íslensks banka gegn íslenskum ríkisborgurum sé rekið í New York þar sem hann eigi engar eignir og hafi engin tengsl við fylkið. Hann krefst þess að málinu verði vísað frá dómi. Slitastjórnin höfðaði mál í byrjun maí á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Pálma Haraldssyni og fimm öðrum fyrrverandi eigendum og stjórnendum Glitnis fyrir dómstóli í New York. Sjömenningarnir eru krafðir um sem nemur 260 milljörðum króna fyrir að hafa staðið að meintu samsæri um að svíkja lánsfé út úr bankanum til að nota í eigin fyrirtæki. Ekki náðist í Steinunni Guðbjartsdóttur, formann slitastjórnar Glitnis, við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Pálmi Haraldsson, aðaleigandi Iceland Express, sakar slitastjórn Glitnis um að reyna að afla samkeppnisupplýsinga um starfsemi Iceland Express í Bandaríkjunum í dómsmáli sem höfðað hefur verið fyrir dómstóli í New York. Slitastjórnin hefur meðal annars krafist þess að fá afhent öll samskipti Iceland Express við bandarísk flugmálayfirvöld, samstarfsaðila félagsins í Bandaríkjunum og fleiri aðila. Í yfirlýsingu sem lögmaður Pálma hefur lagt fram hjá dómstólnum í New York er því haldið fram að með afar víðtækri kröfu um upplýsingar sé slitastjórnin einungis að reyna að veiða fram upplýsingar sem nota megi í öðrum mögulegum dómsmálum gegn Pálma eða öðrum. Þess er krafist að dómarinn stöðvi það sem kallað er „veiðiferð“ slitastjórnarinnar. Krafa slitastjórnarinnar um gögn tengd flugi Iceland Express til New York er sérstaklega fordæmd í yfirlýsingu Pálma. Þar er bent á að hvergi sé látið að því liggja í stefnunni að fyrirtækið hafi tengst Glitni á einhvern hátt. Fyrirtækið hafi ekki byrjað að fljúga til New York fyrr en eftir að stefnan hafi verið lögð fram. „Í þessu samhengi er rétt að hafa í huga að Íslandsbanki, arftaki Glitnis, á nærri 47 prósent í Icelandair Group, aðalsamkeppnisaðila Iceland Express, sem gerir kröfu um upplýsingar enn grunsamlegri,“ segir í yfirlýsingunni. Pálmi mótmælir því eins og aðrir sem slitastjórnin hefur stefnt í málinu, að mál þrotabús íslensks banka gegn íslenskum ríkisborgurum sé rekið í New York þar sem hann eigi engar eignir og hafi engin tengsl við fylkið. Hann krefst þess að málinu verði vísað frá dómi. Slitastjórnin höfðaði mál í byrjun maí á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Pálma Haraldssyni og fimm öðrum fyrrverandi eigendum og stjórnendum Glitnis fyrir dómstóli í New York. Sjömenningarnir eru krafðir um sem nemur 260 milljörðum króna fyrir að hafa staðið að meintu samsæri um að svíkja lánsfé út úr bankanum til að nota í eigin fyrirtæki. Ekki náðist í Steinunni Guðbjartsdóttur, formann slitastjórnar Glitnis, við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira