Ómar Ragnarsson á árshátíð þungarokksins 9. júlí 2010 06:00 Andri Freyr og Ómar Ragnarsson ætla að sækja þungarokkshátíðina Eistnaflug um helgina. Þetta er í fyrsta sinn sem þeir fara á hátíðina. Útvarpsmaðurinn Andri Freyr Viðarsson verður viðstaddur þungarokkshátíðina Eistnaflug nú um helgina ásamt starfsfélaga sínum, Ómari Ragnarssyni. Eistnaflug verður haldin hátíðleg í fimmta sinn nú um helgina og á meðal þeirra hljómsveita sem koma fram eru goðsagnirnar í Napalm Death, Sólstafir, Dr. Spock, Mínus og Klink. Þetta er í fyrsta sinn sem þeir Andri Freyr og Ómar sækja hátíðina, sem margir líta á sem árshátíð þungarokksins, og segjast þeir hlakka mikið til að upplifa rokkið sem þar ríkir. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég fer á Eistnaflug, sem er alveg til skammar, enda er ég heimamaður. Þetta er stór stund og ekki skemmir fyrir að við fáum að upplifa hana saman, ég og Ómar,“ segir útvarpsmaðurinn knái. Aðspurður segist Andri Freyr hvað spenntastur fyrir að sjá kempurnar í Napalm Death, Klink, Mínus og Plastic Gods. Ómar segist einnig spenntur fyrir hátíðinni og er fullviss um að hann eigi eftir að skemmta sér vel. „Ég á eftir að fíla þetta, þetta er power og kraftur. Ég er gamall þungarokkari sjálfur og vildi bara hlusta á Little Richard og Chuck Berry á mínum yngri árum, Elvis var aldrei nógu grófur fyrir mig. Ég er því viss um að ég eigi eftir að falla vel inn í hópinn. Nafnið á hátíðinni sjálfri þykir mér, sjö barna föður, einnig dásamlegt í alla staði,“ segir Ómar og hlær. Hann segir samstarfið við Andra Frey hafa gengið vonum framar og eru þeir félagar orðnir hinir mestu mátar. „Þetta hefur verið mjög gefandi, ekki síst fyrir mig. Núna er Andri líka á heimavelli og í staðinn fyrir að ég úði út úr mér mismunandi skemmtilegum fróðleik þá getur hann nú tekið gamla manninn og sagt mér frá öllu,“ segir Ómar. - sm Eistnaflug Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira
Útvarpsmaðurinn Andri Freyr Viðarsson verður viðstaddur þungarokkshátíðina Eistnaflug nú um helgina ásamt starfsfélaga sínum, Ómari Ragnarssyni. Eistnaflug verður haldin hátíðleg í fimmta sinn nú um helgina og á meðal þeirra hljómsveita sem koma fram eru goðsagnirnar í Napalm Death, Sólstafir, Dr. Spock, Mínus og Klink. Þetta er í fyrsta sinn sem þeir Andri Freyr og Ómar sækja hátíðina, sem margir líta á sem árshátíð þungarokksins, og segjast þeir hlakka mikið til að upplifa rokkið sem þar ríkir. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég fer á Eistnaflug, sem er alveg til skammar, enda er ég heimamaður. Þetta er stór stund og ekki skemmir fyrir að við fáum að upplifa hana saman, ég og Ómar,“ segir útvarpsmaðurinn knái. Aðspurður segist Andri Freyr hvað spenntastur fyrir að sjá kempurnar í Napalm Death, Klink, Mínus og Plastic Gods. Ómar segist einnig spenntur fyrir hátíðinni og er fullviss um að hann eigi eftir að skemmta sér vel. „Ég á eftir að fíla þetta, þetta er power og kraftur. Ég er gamall þungarokkari sjálfur og vildi bara hlusta á Little Richard og Chuck Berry á mínum yngri árum, Elvis var aldrei nógu grófur fyrir mig. Ég er því viss um að ég eigi eftir að falla vel inn í hópinn. Nafnið á hátíðinni sjálfri þykir mér, sjö barna föður, einnig dásamlegt í alla staði,“ segir Ómar og hlær. Hann segir samstarfið við Andra Frey hafa gengið vonum framar og eru þeir félagar orðnir hinir mestu mátar. „Þetta hefur verið mjög gefandi, ekki síst fyrir mig. Núna er Andri líka á heimavelli og í staðinn fyrir að ég úði út úr mér mismunandi skemmtilegum fróðleik þá getur hann nú tekið gamla manninn og sagt mér frá öllu,“ segir Ómar. - sm
Eistnaflug Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira