Körfubolti

NBA í nótt: Deng með 40 stig í sigurleik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Luol Deng og Taj Gibson.
Luol Deng og Taj Gibson. Mynd/AP

Luol Deng skoraði 40 stig er Chicago Bulls vann Portland, 110-98, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Það er persónulegt met hjá Deng.

Sigur Chicago var öruggur en liði náði ellefu stiga forystu í fyrri hálfleik. Portland náði aldrei að koma sér almennilega inn í leikinn í síðari hálfleik en munurinn á milli liðanna var aldrei minni en sjö stig.

Þetta var aðeins fyrsta tap Portland á tímabilinu en liðið hafði unnið fyrstu þrjá leiki sína í haust.

Derrick Rose var með sextán stig og þrettán stoðsendingar og Taj Gibson tólf stig fyrir Chicago. Hjá Portland var LaMarcus Aldridge stigahæstur með 33 stig auk þess sem hann tók níu fráköst. Brandon Roy var með sautján stig.

Sacramento vann Toronto, 111-108, eftir að hafa verið sextán stigum undir í þriðja leikhluta. Tyreke Evans með 23 stig og DeMarcus Cousins sextán en hann fór mikinn í fjórða leikhluta. Andrea Bargnani var með 28 stig fyrir Toronto sem hefur aðeins unnið átta af síðustu 53 leikjum sínum á Vesturströnd Bandaríkjanna.

San Antonio vann LA Clippers, 97-88. Tony Parker var með nítján stig og níu stoððsendingar en þetta var sautjándi sigur San Antonio á Clippers í röð.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×