Páll Hreinsson: Leiður yfir seinkun skýrslunnar 25. janúar 2010 15:07 Páll Hreinsson, formaður Rannsóknarnefndar Alþingis, sagði á blaðamannafundi í morgun að nefndin væri ákaflega leið yfir því að útgáfa skýrslunnar um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna frestist að öðru sinni. Skýrslan átti að koma út næstkomandi mánudag, 1. febrúar. Henni hefur nú verið frestað öðru sinni, en upphaflegur útgáfudagur samkvæmt lögum um nefndina var 1. nóvember 2009. Nú er stefnan sett á að klára skýrsluna fyrir lok febrúar. „Í því samhengi bið ég ykkur að minnast þess að meginástæðan fyrir því að starfið hefur tekið lengri tíma en ráð var fyrir gert er að við höfum í rannsóknum okkar fundið fleiri atriði sem við höfum talið okkur þurfa að gera grein fyrir," sagði Páll. Rannsóknarnefndin hefur tekið formlegar skýrslur af 150 manns og rætt jafnframt við nær 300 manns. Tryggvi Gunnarsson, nefndarmaður, sagði að rannsóknin hefði reynst mun umfangsmeiri og á margan hátt mun flóknari en búist hefði verið við. „Ég held að við höfum gert okkur grein fyrir því að þessi mál, til dæmis bara innan stjórnkerfisins, áttu sér margfalt lengri sögu en það að stjórnarformaður Glitnis gekk inn í Seðlabankann og sagði að Glitnir væri í vandræðum." Rannsóknarnefndin þurfi að draga þessa sögu fram fyrir þingið og almenning, segir Tryggvi. Rannsóknarnefndin hefur víðtækar heimildir til aðgangs að gögnum innan bankanna og stjórnsýslunnar, og kemst í raun fram hjá bankaleynd og þagnarskyldu. Fram kom í máli nefndarmanna í morgun að aldrei hefði eins víðtæk rannsókn átt sér stað á hruni bankakerfis í heiminum öllum. Tryggi segir það staðreynd að þau fyrirtæki sem komi oftast við sögu í aðdraganda bankahrunsins séu í flestum tilvikum farin af sviðinu eða á útleið - þ.e.a.s. gjaldþrota. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Páll Hreinsson, formaður Rannsóknarnefndar Alþingis, sagði á blaðamannafundi í morgun að nefndin væri ákaflega leið yfir því að útgáfa skýrslunnar um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna frestist að öðru sinni. Skýrslan átti að koma út næstkomandi mánudag, 1. febrúar. Henni hefur nú verið frestað öðru sinni, en upphaflegur útgáfudagur samkvæmt lögum um nefndina var 1. nóvember 2009. Nú er stefnan sett á að klára skýrsluna fyrir lok febrúar. „Í því samhengi bið ég ykkur að minnast þess að meginástæðan fyrir því að starfið hefur tekið lengri tíma en ráð var fyrir gert er að við höfum í rannsóknum okkar fundið fleiri atriði sem við höfum talið okkur þurfa að gera grein fyrir," sagði Páll. Rannsóknarnefndin hefur tekið formlegar skýrslur af 150 manns og rætt jafnframt við nær 300 manns. Tryggvi Gunnarsson, nefndarmaður, sagði að rannsóknin hefði reynst mun umfangsmeiri og á margan hátt mun flóknari en búist hefði verið við. „Ég held að við höfum gert okkur grein fyrir því að þessi mál, til dæmis bara innan stjórnkerfisins, áttu sér margfalt lengri sögu en það að stjórnarformaður Glitnis gekk inn í Seðlabankann og sagði að Glitnir væri í vandræðum." Rannsóknarnefndin þurfi að draga þessa sögu fram fyrir þingið og almenning, segir Tryggvi. Rannsóknarnefndin hefur víðtækar heimildir til aðgangs að gögnum innan bankanna og stjórnsýslunnar, og kemst í raun fram hjá bankaleynd og þagnarskyldu. Fram kom í máli nefndarmanna í morgun að aldrei hefði eins víðtæk rannsókn átt sér stað á hruni bankakerfis í heiminum öllum. Tryggi segir það staðreynd að þau fyrirtæki sem komi oftast við sögu í aðdraganda bankahrunsins séu í flestum tilvikum farin af sviðinu eða á útleið - þ.e.a.s. gjaldþrota.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira