Dilana tekur upp með Þorvaldi Bjarna í Los Angeles Atli Fannar Bjarkason skrifar 15. apríl 2010 09:00 Dilana segist "pottfokkingþétt" vera á leiðinni til landsins. „Ég skil sýn höfundanna á verkið svo vel vegna þess að ég kem af sama stað. Þetta verkefni er að breyta lífi mínu," segir söngkona Dilana Robichaux, sem Íslendingar kynntust í raunveruleikaþættinum Rock Star: Supernova. Dilana hefur verið ráðin til að syngja í íslenskri rokkóperu, eins og Fréttablaðið greindi frá á dögunum. Lítið fæst gefið upp um verkið, annað en að Þorvaldur Bjarni sér um útsetningar og stýrir upptökum. Hann hefur verið staddur í Los Angeles undanfarna daga ásamt höfundum verksins að taka upp söng með Dilönu. Hún var að drekka morgunkaffið og reykja sígarettu þegar Fréttablaðið náði í hana. Hún var á þriðja bolla, en sagðist þurfa um þrjár könnur til að koma sér í gang. „Þetta er mjög dularfullt verkefni og ég má ekki segja mikið um það," segir Dilana. „Það kallast Dark Angel og ég er í hlutverki myrkraengilsins. Ég elska að ég fæ að beita röddinni á mjög fjölbreyttan hátt í verkefninu. Ég kem sjálfri mér á óvart." Dilana segist ekki geta sagt mikið um söguna, annað en að boðskapurinn sé magnaður og í raun ástæðan fyrir því að hún ákvað að taka þátt í verkefninu. „Þetta er mjög spennandi," segir hún. „Ég er búin að vera að taka upp með strákunum síðustu þrjá daga. Við skemmtum okkur mjög vel." Dilana lætur vel af samstarfinu við Þorvald Bjarna og segir að hann sé mjög góður upptökustjóri. „Það er mjög auðvelt að vinna með honum og hann er mjög faglegur þannig að þetta gengur mjög hratt," segir Dilana.En ertu á leiðinni til Íslands?„Pottþétt! pottfokkingþétt (hlær). Ég veit ekki hvenær. Við töluðum um að ég kæmi í sumar vegna þess að mig langar að fara á hestbak, en það fer eftir því hvenær platan kemur út. Ég mæti örugglega einum til tveimur mánuðum fyrir útgáfu til að vinna kynningarvinnu. Og auðvitað leita ég að álfum og svona." Auðvitað. Eins og allir útlendingar gera á Íslandi - leita að álfum. „Þeir vita ekki að ég er aðalálfurinn og ætla að leita að forfeðrum mínum. Fólk veltir fyrir sér hvers vegna hárið á mér lítur svona en svona leit álfahár út í gamla daga." Rock Star Supernova Mest lesið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Felix kveður Eurovision Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Skúli bauð Grímu að fara frá sér í kjölfar falls WOW air Lífið Felix víkur og óvissa með Gísla Martein Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Fleiri fréttir Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
„Ég skil sýn höfundanna á verkið svo vel vegna þess að ég kem af sama stað. Þetta verkefni er að breyta lífi mínu," segir söngkona Dilana Robichaux, sem Íslendingar kynntust í raunveruleikaþættinum Rock Star: Supernova. Dilana hefur verið ráðin til að syngja í íslenskri rokkóperu, eins og Fréttablaðið greindi frá á dögunum. Lítið fæst gefið upp um verkið, annað en að Þorvaldur Bjarni sér um útsetningar og stýrir upptökum. Hann hefur verið staddur í Los Angeles undanfarna daga ásamt höfundum verksins að taka upp söng með Dilönu. Hún var að drekka morgunkaffið og reykja sígarettu þegar Fréttablaðið náði í hana. Hún var á þriðja bolla, en sagðist þurfa um þrjár könnur til að koma sér í gang. „Þetta er mjög dularfullt verkefni og ég má ekki segja mikið um það," segir Dilana. „Það kallast Dark Angel og ég er í hlutverki myrkraengilsins. Ég elska að ég fæ að beita röddinni á mjög fjölbreyttan hátt í verkefninu. Ég kem sjálfri mér á óvart." Dilana segist ekki geta sagt mikið um söguna, annað en að boðskapurinn sé magnaður og í raun ástæðan fyrir því að hún ákvað að taka þátt í verkefninu. „Þetta er mjög spennandi," segir hún. „Ég er búin að vera að taka upp með strákunum síðustu þrjá daga. Við skemmtum okkur mjög vel." Dilana lætur vel af samstarfinu við Þorvald Bjarna og segir að hann sé mjög góður upptökustjóri. „Það er mjög auðvelt að vinna með honum og hann er mjög faglegur þannig að þetta gengur mjög hratt," segir Dilana.En ertu á leiðinni til Íslands?„Pottþétt! pottfokkingþétt (hlær). Ég veit ekki hvenær. Við töluðum um að ég kæmi í sumar vegna þess að mig langar að fara á hestbak, en það fer eftir því hvenær platan kemur út. Ég mæti örugglega einum til tveimur mánuðum fyrir útgáfu til að vinna kynningarvinnu. Og auðvitað leita ég að álfum og svona." Auðvitað. Eins og allir útlendingar gera á Íslandi - leita að álfum. „Þeir vita ekki að ég er aðalálfurinn og ætla að leita að forfeðrum mínum. Fólk veltir fyrir sér hvers vegna hárið á mér lítur svona en svona leit álfahár út í gamla daga."
Rock Star Supernova Mest lesið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Felix kveður Eurovision Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Skúli bauð Grímu að fara frá sér í kjölfar falls WOW air Lífið Felix víkur og óvissa með Gísla Martein Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Fleiri fréttir Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira