Segir trúnaðarbrest skýra brottrekstur 29. september 2010 00:15 Júrí Luzhkov Dmitrí Medvedev Rússlandsforseti hefur rekið Júrí Luzhkov, borgarstjóra Moskvu. Medvedev sagði trúnaðarbrest vera skýringuna á brottrekstrinum. Brottreksturinn er sagður hafa legið lengi í loftinu, en Luzhkov þáði ekki boð um að segja af sér sjálfur. Luzhkov, sem er 74 ára, hefur verið borgarstjóri Moskvu í 18 ár. Það var þáverandi forseti, Boris Jeltsín, sem fékk hann fyrst í embættið. Þeim kom vel saman, en stirðara var á milli hans og Vladimírs Pútíns, sem var forseti Rússlands 2000 til 2008. Pútín umbar engu að síður Luzhkov, enda var borgarstjórinn duglegur og kraftmikill, sem virtist henta vel umdeildum stjórnstíl Pútíns. Dugnaður Luzhkovs birtist meðal annars í því að hann gerði borgina nútímalegri, lét endurnýja og fegra götur og hús og naut fyrir vikið mikilla vinsælda meðal almennings. Þessar vinsældir öfluðu einnig stjórnarflokknum, Sameinuðu Rússlandi, verulegs fylgis í þingkosningum, enda var Luzhkov einn af stofnendum flokksins. Af þessum sökum hafa stjórnvöld landsins ekki viljað hrófla við honum fyrr en nú. Á hinn bóginn hefur hann verið sakaður um að misnota embættið til að auðgast persónulega, og eiginkona hans reyndar sögð enn grófari í þeim efnum. Hann aflaði sér einnig mikilla óvinsælda í sumar, þegar eldarnir miklu geisuðu í næsta nágrenni Moskvu og kæfðu borgarbúa í reyk, því Luzhkov var á ferðalagi í Austurríki og sá ekki ástæðu til að flýta för sinni heim. Luzhkov hafði einnig slæmt orð á sér vegna þeirrar hörku sem hann hefur jafnan sýnt samkynhneigðum. Hann hefur ítrekað bannað þeim að halda gleðigöngur á götum Moskvu og farið ófögrum orðum um samkynhneigð.- gb Fréttir Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Fleiri fréttir Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Sjá meira
Dmitrí Medvedev Rússlandsforseti hefur rekið Júrí Luzhkov, borgarstjóra Moskvu. Medvedev sagði trúnaðarbrest vera skýringuna á brottrekstrinum. Brottreksturinn er sagður hafa legið lengi í loftinu, en Luzhkov þáði ekki boð um að segja af sér sjálfur. Luzhkov, sem er 74 ára, hefur verið borgarstjóri Moskvu í 18 ár. Það var þáverandi forseti, Boris Jeltsín, sem fékk hann fyrst í embættið. Þeim kom vel saman, en stirðara var á milli hans og Vladimírs Pútíns, sem var forseti Rússlands 2000 til 2008. Pútín umbar engu að síður Luzhkov, enda var borgarstjórinn duglegur og kraftmikill, sem virtist henta vel umdeildum stjórnstíl Pútíns. Dugnaður Luzhkovs birtist meðal annars í því að hann gerði borgina nútímalegri, lét endurnýja og fegra götur og hús og naut fyrir vikið mikilla vinsælda meðal almennings. Þessar vinsældir öfluðu einnig stjórnarflokknum, Sameinuðu Rússlandi, verulegs fylgis í þingkosningum, enda var Luzhkov einn af stofnendum flokksins. Af þessum sökum hafa stjórnvöld landsins ekki viljað hrófla við honum fyrr en nú. Á hinn bóginn hefur hann verið sakaður um að misnota embættið til að auðgast persónulega, og eiginkona hans reyndar sögð enn grófari í þeim efnum. Hann aflaði sér einnig mikilla óvinsælda í sumar, þegar eldarnir miklu geisuðu í næsta nágrenni Moskvu og kæfðu borgarbúa í reyk, því Luzhkov var á ferðalagi í Austurríki og sá ekki ástæðu til að flýta för sinni heim. Luzhkov hafði einnig slæmt orð á sér vegna þeirrar hörku sem hann hefur jafnan sýnt samkynhneigðum. Hann hefur ítrekað bannað þeim að halda gleðigöngur á götum Moskvu og farið ófögrum orðum um samkynhneigð.- gb
Fréttir Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Fleiri fréttir Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Sjá meira