NBA í nótt: Fáliðaðir töframenn nálægt óvæntum sigri Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. desember 2010 11:00 James, Bosh og Wade fagna eftir leikinn í nótt. Mynd/AP Miami Heat vann í nótt afar nauman sigur á Washington Wizards í NBA-deildinni í körfubolta, 95-94. Washington var án John Wall, sem var í vor valinn fyrstur í nýliðavalinu, og Gilbert Arenas sem var í gær sendur til Orlando í skiptum fyrir Rashard Lewis. Sá náði þó ekki að spila sinn fyrsta leik fyrir Washington í gær. Engu að síður spilaði Washington vel og var aðeins 30 sekúndum frá sigri í leiknum. Miami vann þar með sinn tólfta sigur í röð. Sigurinn var þó afar umdeildur þar sem að LeBron James og Chris Bosh virtust báðir brjóta á Kirk Hinrich á lokasekúndum leiksins. Hins vegar var ekkert dæmt og tíminn rann út. „Ég fór beint upp og hann fór beint upp," sagði James og vildi ekki meina að um brot hafi verið að ræða. „Miami fékk enga sérmeðferð hjá dómurnum." Þetta var sjöunda tap Washington í röð sem var fimm stigum yfir þegar hálf mínúta var eftir af leiknum. LeBron Jmaes var með 32 stig í leiknum, sjö fráköst og sex stoðsendingar. Bosh og Dwyane Wade voru báðir með 20 stig. Miami skoraði síðustu sex stig sín á vítalínunni en James Jones náði að stela mikilvægum bolta skömmu fyrir leikslok. Hinrich fór á vítalínuna þegar þrettán sekúndur voru eftir en nýtti aðeins annað skota sinna. Það reyndist dýrkeypt. Nick Young var stigahæstur hjá Washington með 30 stig og Hinrich var með þrettán stig og tólf stoðsendingar. Andray Blatche var með 20 stig og tólf fráköst. San Antonio vann Memphis, 112-106, í framlengdum leik. Þar með vann San Antonio sinn áttunda sigur í röð en Tony Parker fór mikinn og skoraði 37 stig, þar af sextán í fjórða leikhluta og framlengingunni. LA Clippers vann Chicago, 100-99. Blake Griffin skoraði 29 stig fyrir Clippers sem stöðvaði sjö leikja sigurgöngu Chicago í nótt. Philadelphia vann Orlando, 97-89. Lou Williams skoraði 24 stig og Andre Iguodala bætti við 21 fyrir Philadelphia. Cleveland vann New York, 109-102, í framlengdum leik. Mo Williams skoraði 23 stig fyrir Cleveland sem hafði tapað tíu síðustu leikjum sínum. Utah vann Milwaukee, 95-86. Deron Williams skoraði 22 stig og gaf ellefu stoðsendingar. Þetta var í níunda sinn sem Utah vinnur leik eftir að hafa lent minnst tíu stigum undir í honum. Denver vann Minnesota, 115-113. Carmelo Anthony skoraði 24 stig fyrir Denver en Kevin Love 43 fyrir Minnesota sem er persónulegt met. Portland vann Golden State, 96-95. LaMarcus Aldridge var með sautján stig og tólf fráköst. NBA Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Sjá meira
Miami Heat vann í nótt afar nauman sigur á Washington Wizards í NBA-deildinni í körfubolta, 95-94. Washington var án John Wall, sem var í vor valinn fyrstur í nýliðavalinu, og Gilbert Arenas sem var í gær sendur til Orlando í skiptum fyrir Rashard Lewis. Sá náði þó ekki að spila sinn fyrsta leik fyrir Washington í gær. Engu að síður spilaði Washington vel og var aðeins 30 sekúndum frá sigri í leiknum. Miami vann þar með sinn tólfta sigur í röð. Sigurinn var þó afar umdeildur þar sem að LeBron James og Chris Bosh virtust báðir brjóta á Kirk Hinrich á lokasekúndum leiksins. Hins vegar var ekkert dæmt og tíminn rann út. „Ég fór beint upp og hann fór beint upp," sagði James og vildi ekki meina að um brot hafi verið að ræða. „Miami fékk enga sérmeðferð hjá dómurnum." Þetta var sjöunda tap Washington í röð sem var fimm stigum yfir þegar hálf mínúta var eftir af leiknum. LeBron Jmaes var með 32 stig í leiknum, sjö fráköst og sex stoðsendingar. Bosh og Dwyane Wade voru báðir með 20 stig. Miami skoraði síðustu sex stig sín á vítalínunni en James Jones náði að stela mikilvægum bolta skömmu fyrir leikslok. Hinrich fór á vítalínuna þegar þrettán sekúndur voru eftir en nýtti aðeins annað skota sinna. Það reyndist dýrkeypt. Nick Young var stigahæstur hjá Washington með 30 stig og Hinrich var með þrettán stig og tólf stoðsendingar. Andray Blatche var með 20 stig og tólf fráköst. San Antonio vann Memphis, 112-106, í framlengdum leik. Þar með vann San Antonio sinn áttunda sigur í röð en Tony Parker fór mikinn og skoraði 37 stig, þar af sextán í fjórða leikhluta og framlengingunni. LA Clippers vann Chicago, 100-99. Blake Griffin skoraði 29 stig fyrir Clippers sem stöðvaði sjö leikja sigurgöngu Chicago í nótt. Philadelphia vann Orlando, 97-89. Lou Williams skoraði 24 stig og Andre Iguodala bætti við 21 fyrir Philadelphia. Cleveland vann New York, 109-102, í framlengdum leik. Mo Williams skoraði 23 stig fyrir Cleveland sem hafði tapað tíu síðustu leikjum sínum. Utah vann Milwaukee, 95-86. Deron Williams skoraði 22 stig og gaf ellefu stoðsendingar. Þetta var í níunda sinn sem Utah vinnur leik eftir að hafa lent minnst tíu stigum undir í honum. Denver vann Minnesota, 115-113. Carmelo Anthony skoraði 24 stig fyrir Denver en Kevin Love 43 fyrir Minnesota sem er persónulegt met. Portland vann Golden State, 96-95. LaMarcus Aldridge var með sautján stig og tólf fráköst.
NBA Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Sjá meira