Hélt að Davíð væri að grínast 14. apríl 2010 06:00 „Ég hélt fyrst að hann væri að grínast," segir Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, um það þegar Davíð Oddsson seðlabankastjóri sagði honum frá því að ákveðið hefði verið að lækka stýrivexti úr 15,5 prósentum í 12 prósent. Upplausnarástand var í Seðlabankanum fyrstu dagana í október 2008. Tilkynning um risalán frá Rússum sem enginn fótur var fyrir og misheppnuð tilraun til að festa gengi krónunnar skapaði ringulreið. Þrátt fyrir vinnureglur þar um höfðu bankastjórarnir sérfræðinga sína og næstráðendur lítt með í ráðum. „Þetta var algjörlega stjórnlaust," segir Arnór sem kallaður var til Davíðs til að heyra um vaxtaákvörðunina. „Mér var tilkynnt sú ákvörðun fimm mínútum áður en hún fór á vefinn." Þegar Arnór áttaði sig á að Davíð væri ekki að grínast var honum öllum lokið. „[Ég] vissi ekki hvort ég átti að hlæja eða gráta," segir Arnór sem nú er aðstoðarbankastjóri Seðlabankans. „Bankinn var bara hreint út sagt bara stjórnlaus," segir Þórarinn G. Pétursson, hagfræðingur hjá bankanum, sem kveðst hafa ritað í dagbók sína þann dag sem ákveðið var að festa gengið með einhverri tölu „út í bláinn" sama dag og sagt var frá Rússaláninu: „Enn eitt ruglið." Þórarinn segir að Arnór hafi verið gjörsamlega niðurbrotinn. „Þetta var algerlega skelfilegt."- gar Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
„Ég hélt fyrst að hann væri að grínast," segir Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, um það þegar Davíð Oddsson seðlabankastjóri sagði honum frá því að ákveðið hefði verið að lækka stýrivexti úr 15,5 prósentum í 12 prósent. Upplausnarástand var í Seðlabankanum fyrstu dagana í október 2008. Tilkynning um risalán frá Rússum sem enginn fótur var fyrir og misheppnuð tilraun til að festa gengi krónunnar skapaði ringulreið. Þrátt fyrir vinnureglur þar um höfðu bankastjórarnir sérfræðinga sína og næstráðendur lítt með í ráðum. „Þetta var algjörlega stjórnlaust," segir Arnór sem kallaður var til Davíðs til að heyra um vaxtaákvörðunina. „Mér var tilkynnt sú ákvörðun fimm mínútum áður en hún fór á vefinn." Þegar Arnór áttaði sig á að Davíð væri ekki að grínast var honum öllum lokið. „[Ég] vissi ekki hvort ég átti að hlæja eða gráta," segir Arnór sem nú er aðstoðarbankastjóri Seðlabankans. „Bankinn var bara hreint út sagt bara stjórnlaus," segir Þórarinn G. Pétursson, hagfræðingur hjá bankanum, sem kveðst hafa ritað í dagbók sína þann dag sem ákveðið var að festa gengið með einhverri tölu „út í bláinn" sama dag og sagt var frá Rússaláninu: „Enn eitt ruglið." Þórarinn segir að Arnór hafi verið gjörsamlega niðurbrotinn. „Þetta var algerlega skelfilegt."- gar
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira