Innlent

Dregur lagagrundvöll í efa

Tryggvi Gunnarsson er snúinn aftur til starfa sem Umboðsmaður Alþingis eftir að hafa setið í Rannsóknarnefnd Alþingis.
Tryggvi Gunnarsson er snúinn aftur til starfa sem Umboðsmaður Alþingis eftir að hafa setið í Rannsóknarnefnd Alþingis.
Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis og einn þriggja manna í rannsóknarnefnd Alþingis, beinir hvössum spurningum til Seðlabanka og Fjármálaeftirlitsins í bréfi sem hann sendi þeim nýlega. Tilefnið er tilmælin sem stofnanirnar sendu til fjármálafyrirtækja í framhaldi af dómi Hæstaréttar um gengistryggð bílalán.

Umboðsmaður Alþingis telur að Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn þurfi að skýra á hvaða lagagrundvelli þau tilmæli byggjast. Hann óskar að stofnanirnar tilgreini á hverju staðhæfingar þeirra séu byggðar um „að „óvissa“ ríki um lánakjör þeirra lánasamninga sem tilmælin lúta að með tilliti til dóma Hæstaréttar, sérstaklega um vaxtaviðmið.

Einnig dregur hann í efa þau lagarök sem komið hafa frá stofnununum vegna málsins en bendir þeim jafnframt á að þær þurfi ekki að svara spurningum hans verði tilmælin dregin til baka fyrir 16. júlí næstkomandi, en það er sá frestur sem umboðsmaður Alþingis veitir Seðlabanka og Fjármálaeftirlitinu. - pg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×