Þjóðaratkvæðagreiðslunni verður hugsanlega frestað 26. janúar 2010 06:00 Svo kann að fara að þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave-lögin, sem fara á fram 6. mars, verði frestað. Þingmenn úr röðum stjórnarflokkanna telja mikilvægt að þing og þjóð hafi ráðrúm til að gaumgæfa skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis áður en gengið verður til atkvæðagreiðslunnar um Icesave. Þingmenn í stjórnarandstöðunni eru á hinn bóginn þeirrar skoðunar að ekki beri að hrófla við kjördeginum. Rannsóknarnefnd Alþingis tilkynnti í gær að útgáfa skýrslunnar frestist um nokkrar vikur en áformað var að hún kæmi út fyrir 1. febrúar. Nefndin væntir þess að geta skilað af sér fyrir febrúarlok, „komi ekkert óvænt upp í því ferli sem eftir er," eins og það er orðað. Málið var rætt á fundi þingflokks Samfylkingarinnar í gær. Björgvin G. Sigurðsson, formaður þingflokksins, segir ótækt að aðeins nokkrir dagar líði á milli þessara atburða. Í skýrslunni kunni að verða upplýsingar sem fólk vilji hafa til hliðsjónar þegar það greiðir atkvæði um Icesave. Ákjósanlegt væri að rannsóknarnefndin tímasetti nákvæmlega útgáfu skýrslu sinnar og að dagsetning þjóðaratkvæðagreiðslunnar verði ákveðin í framhaldinu. Björn Valur Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, er sama sinnis. Fresta þurfi atkvæðagreiðslunni ef það stefnir í að skýrslan komi út vikuna áður. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, telur ekki ráðlegt að hringla með kjördaginn. Betra sé að útgáfa skýrslunnar taki mið af honum. „Best væri að klára skýrsluna og birta niðurstöðurnar í tíma og ef eitthvað er óunnið gera það í framhaldinu og birta sem viðbótarskjöl. Nú veit ég ekki hvort það er hægt en það væri þá best," segir Sigmundur. Unnur Brá Konráðsdóttir Sjálfstæðisflokki er sammála Sigmundi. Ekki beri að hrófla við kjördeginum. Viðmælendum Fréttablaðsins bar saman um að slæmt væri að útgáfa skýrslunnar tefðist. Vonbrigði, svekkjandi og óheppilegt, voru orðin sem þeir völdu. Töfin væri til þess fallin að auka enn á tortryggnina í samfélaginu. - bþs Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Svo kann að fara að þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave-lögin, sem fara á fram 6. mars, verði frestað. Þingmenn úr röðum stjórnarflokkanna telja mikilvægt að þing og þjóð hafi ráðrúm til að gaumgæfa skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis áður en gengið verður til atkvæðagreiðslunnar um Icesave. Þingmenn í stjórnarandstöðunni eru á hinn bóginn þeirrar skoðunar að ekki beri að hrófla við kjördeginum. Rannsóknarnefnd Alþingis tilkynnti í gær að útgáfa skýrslunnar frestist um nokkrar vikur en áformað var að hún kæmi út fyrir 1. febrúar. Nefndin væntir þess að geta skilað af sér fyrir febrúarlok, „komi ekkert óvænt upp í því ferli sem eftir er," eins og það er orðað. Málið var rætt á fundi þingflokks Samfylkingarinnar í gær. Björgvin G. Sigurðsson, formaður þingflokksins, segir ótækt að aðeins nokkrir dagar líði á milli þessara atburða. Í skýrslunni kunni að verða upplýsingar sem fólk vilji hafa til hliðsjónar þegar það greiðir atkvæði um Icesave. Ákjósanlegt væri að rannsóknarnefndin tímasetti nákvæmlega útgáfu skýrslu sinnar og að dagsetning þjóðaratkvæðagreiðslunnar verði ákveðin í framhaldinu. Björn Valur Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, er sama sinnis. Fresta þurfi atkvæðagreiðslunni ef það stefnir í að skýrslan komi út vikuna áður. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, telur ekki ráðlegt að hringla með kjördaginn. Betra sé að útgáfa skýrslunnar taki mið af honum. „Best væri að klára skýrsluna og birta niðurstöðurnar í tíma og ef eitthvað er óunnið gera það í framhaldinu og birta sem viðbótarskjöl. Nú veit ég ekki hvort það er hægt en það væri þá best," segir Sigmundur. Unnur Brá Konráðsdóttir Sjálfstæðisflokki er sammála Sigmundi. Ekki beri að hrófla við kjördeginum. Viðmælendum Fréttablaðsins bar saman um að slæmt væri að útgáfa skýrslunnar tefðist. Vonbrigði, svekkjandi og óheppilegt, voru orðin sem þeir völdu. Töfin væri til þess fallin að auka enn á tortryggnina í samfélaginu. - bþs
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira