Innlent

Landsbankinn kærir skemmdarverk til lögreglu

„Öll svona mál eru kærð til lögreglu,“ segir upplýsingarfulltrúi bankans.
„Öll svona mál eru kærð til lögreglu,“ segir upplýsingarfulltrúi bankans. Mynd/Pjetur
Blárri málningu var skvett á glugga útibús Landsbankans við Laugaveg 77 í gærkvöldi. Ekki hafa verið unnin fleiri skemmdarverk á útibúum bankans eftir að skýrsla Rannsóknarskýrsla Alþingis kom út í dag, að sögn Kristjáns Kristjánssonar upplýsingafulltrúa Landsbankans.

„Við höfum ekki grun um hver var þarna á ferðinni. Öll svona mál eru kærð til lögreglu. Þá eru teknar myndir og þær sendar til lögreglu," segir Kristján.

Eftir bankahrunið haustið 2008 voru framin fjölmörg skemmdarverk á bílum og húsnæði auðmanna og fólks sem tengdist íslensku útrásinni. Þá var oftar en ekki notast við rauða málningu. Lögregla handtók mann í janúar sem talinn er tengjast þessum málum. Málningarárásunum linnti eftir handtökuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×