Forstjóri FL-Group hótaði Kaupþingi að fara til lögreglu 12. apríl 2010 11:11 Inga Jóna sést hér með eiginmanni sínum Geir H. Haarde. Hún sagði sig úr stjórn Fl Group í júlí 2005. Mynd/Auðunn Níelsson Hannes Smárason, þáverandi forstjóri FL-Group, hótaði Kaupþing að fara til lögreglu eftir að fjármunir hurfu af reikningum félagsins í Kaupþingi í Lúxemborg árið 2005. Í nokkra mánuði vantaði þessar upphæðir og þær skiluðu sér ekki fyrr en eftir hótanir Hannesar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í lýsingu Ingu Jónu Þórðardóttur um setu sína í stjórn FL-Group á sínum tíma og greint er frá í Rannsóknarskýrslu Alþingis. Miklar sviptingar voru í mörgum félögum á síðustu árum og hallarbyltingar tíðar. Þó má segja að einn atburður skeri sig nokkuð úr, en það var þegar sex af sjö úr stjórn FL-Group sögðu af sér. Þrír þeirra sögðu sig úr stjórninni á stjórnarfundi 30. júní 2005 en þegar kom að aðalfundi 9. júlí höfðu þrír til viðbótar bæst í hópinn. Á aðalfundi félagsins hélt Inga Jóna Þórðardóttir, ein þeirra sem sagði af sér, ræðu þar sem hún skýrði úrsögn sína.Ástæður Ingu Jónu 1) Verkaskipting milli forstjóra og starfandi stjórnarformanns hafi verið óskýr. „Þegar stjórnarformaður er jafnframt í fullu starfi sem slíkur, eins og er í FL-Group, er enn brýnna að þessir hlutir séu í lagi og enginn velkist í vafa um verkaskiptingu forstjóra og starfandi stjórnarformanns. Að mínu viti verður það ekki gert nema með sérstakri samþykkt stjórnar sem hluta af starfsreglum." 2) Þá hafi þurft að tryggja að allar stærri fjárfestingar og skuldbindingar gagnvart félaginu væru ræddar og afgreiddar í stjórn áður en gengið væri frá samningum, en á því hafi orðið misbrestur. 3) Loks sagði hún að setja þyrfti félaginu skýra fjárfestingarstefnu þannig að ljóst væri hvert félagið stefndi og að ekki væri gengið of nærri því í fjárfestingum. Inga Jóna sagði að á vikunum fyrir síðasta stjórnarfund hennar hefði henni orðið ljóst að starfshættir innan stjórnar félagsins hefðu ekki verið með þeim hætti sem hún taldi að samþykktir félagsins og starfsreglur segðu til um. Hún benti á að í ársskýrslum Flugleiða árið 2004 kæmi fram að stjórnin legði sérstaka áherslu á að viðhalda góðum stjórnunarháttum. „Í veigamiklum atriðum er verulegur misbrestur á að farið sé eftir þeim reglum sem í gildi eru." Lýsing Ingu Jónu á setu sinni í stjórn FL-Group, í ræðu sinni á aðalfundi og í skýrslu fyrir rannsóknarnefnd Alþingis, er af stjórn þar sem starfsreglur eru brotnar í veigamiklum atriðum, að fram kemur í skýrslu Rannsóknarnefndarinnar. Hún taldi sig óháðan aðila í stjórn eða fulltrúa minni fjárfesta.Inga Jóna: Enginn spurði mig Í máli Ingu Jónu kom einnig fram að sumir stjórnarmanna hefðu talað saman milli stjórnarfunda og jafnvel hefðu verið teknar mikilvægar ákvarðanir um stórar fjárfestingar. Þá hefði henni borist til eyrna að stjórnarformaður stæði í ýmsum hlutum sem forstjórinn vissi ekki af. Í samtali hennar við forstjóra hefði komið fram að fjármunir hefðu horfið af reikningum félagsins í Kaupþingi í Lúxemborg. Í nokkra mánuði vantaði þessar upphæðir og þær skiluðu sér ekki fyrr en forstjóri hótaði Kaupþingi að fara með málið til lögreglu. Hvers vegna útskýrði Inga Jóna ekki betur málin á sínum tíma? Svar hennar fyrir rannsóknarnefnd Alþingis var einfaldlega: „Það var enginn sem spurði, ekki einn." Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Sjá meira
Hannes Smárason, þáverandi forstjóri FL-Group, hótaði Kaupþing að fara til lögreglu eftir að fjármunir hurfu af reikningum félagsins í Kaupþingi í Lúxemborg árið 2005. Í nokkra mánuði vantaði þessar upphæðir og þær skiluðu sér ekki fyrr en eftir hótanir Hannesar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í lýsingu Ingu Jónu Þórðardóttur um setu sína í stjórn FL-Group á sínum tíma og greint er frá í Rannsóknarskýrslu Alþingis. Miklar sviptingar voru í mörgum félögum á síðustu árum og hallarbyltingar tíðar. Þó má segja að einn atburður skeri sig nokkuð úr, en það var þegar sex af sjö úr stjórn FL-Group sögðu af sér. Þrír þeirra sögðu sig úr stjórninni á stjórnarfundi 30. júní 2005 en þegar kom að aðalfundi 9. júlí höfðu þrír til viðbótar bæst í hópinn. Á aðalfundi félagsins hélt Inga Jóna Þórðardóttir, ein þeirra sem sagði af sér, ræðu þar sem hún skýrði úrsögn sína.Ástæður Ingu Jónu 1) Verkaskipting milli forstjóra og starfandi stjórnarformanns hafi verið óskýr. „Þegar stjórnarformaður er jafnframt í fullu starfi sem slíkur, eins og er í FL-Group, er enn brýnna að þessir hlutir séu í lagi og enginn velkist í vafa um verkaskiptingu forstjóra og starfandi stjórnarformanns. Að mínu viti verður það ekki gert nema með sérstakri samþykkt stjórnar sem hluta af starfsreglum." 2) Þá hafi þurft að tryggja að allar stærri fjárfestingar og skuldbindingar gagnvart félaginu væru ræddar og afgreiddar í stjórn áður en gengið væri frá samningum, en á því hafi orðið misbrestur. 3) Loks sagði hún að setja þyrfti félaginu skýra fjárfestingarstefnu þannig að ljóst væri hvert félagið stefndi og að ekki væri gengið of nærri því í fjárfestingum. Inga Jóna sagði að á vikunum fyrir síðasta stjórnarfund hennar hefði henni orðið ljóst að starfshættir innan stjórnar félagsins hefðu ekki verið með þeim hætti sem hún taldi að samþykktir félagsins og starfsreglur segðu til um. Hún benti á að í ársskýrslum Flugleiða árið 2004 kæmi fram að stjórnin legði sérstaka áherslu á að viðhalda góðum stjórnunarháttum. „Í veigamiklum atriðum er verulegur misbrestur á að farið sé eftir þeim reglum sem í gildi eru." Lýsing Ingu Jónu á setu sinni í stjórn FL-Group, í ræðu sinni á aðalfundi og í skýrslu fyrir rannsóknarnefnd Alþingis, er af stjórn þar sem starfsreglur eru brotnar í veigamiklum atriðum, að fram kemur í skýrslu Rannsóknarnefndarinnar. Hún taldi sig óháðan aðila í stjórn eða fulltrúa minni fjárfesta.Inga Jóna: Enginn spurði mig Í máli Ingu Jónu kom einnig fram að sumir stjórnarmanna hefðu talað saman milli stjórnarfunda og jafnvel hefðu verið teknar mikilvægar ákvarðanir um stórar fjárfestingar. Þá hefði henni borist til eyrna að stjórnarformaður stæði í ýmsum hlutum sem forstjórinn vissi ekki af. Í samtali hennar við forstjóra hefði komið fram að fjármunir hefðu horfið af reikningum félagsins í Kaupþingi í Lúxemborg. Í nokkra mánuði vantaði þessar upphæðir og þær skiluðu sér ekki fyrr en forstjóri hótaði Kaupþingi að fara með málið til lögreglu. Hvers vegna útskýrði Inga Jóna ekki betur málin á sínum tíma? Svar hennar fyrir rannsóknarnefnd Alþingis var einfaldlega: „Það var enginn sem spurði, ekki einn."
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Sjá meira